B.B. King 100 ára

Konungur blúsins, B.B. King, hefði orðið 100 ára í dag

Í dag, 16. september, hefði Riley B. King, betur þekktur sem B.B. King, orðið 100 ára. Hann fæddist árið 1925 í Mississippi USA og á æskuárum hans mótaði blúsinn og gospel tónlist líf hans. Hann byrjaði að spila á götum og í kirkjum en síðar flutti hann til Memphis Tennesee, þar sem tónlistarferill hans tók að blómstra.

Uppruni og tónlistarstíll

BB King kom úr suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem blúsinn á hvað dýpstar rætur. Hann þróaði sinn einstaka stíl sem byggði á því að blanda tilfinningaþrungnum söng með einstakri gítarleikni. B.B. King var ekki hraðasti gítarleikari í heimi eða almennt tæknilegur hvað varðar spilamennsku, en hann er var einn af þeim sem var með einstakt „sound“ eða hljóm, það sérstakt að oft var hægt að heyra á fyrst nokkrum nótum sem spilaðar voru að þarna væri B.B. King á ferðinni.

Gítarinn hans, sem hann nefndi Lucille, varð nánast jafn frægur og hann sjálfur. B.B. King var snillingur í að láta gítarinn svara söngnum sínum – eins og samtal á milli tveggja radda eða „kall og svar“ eins og það er oft kallað.  Þetta er mikilvægt í blús og rokki og má segja að B.B. King sé ákveðinn áhrifavaldur í að festa rætur þess.

Hvað gerði B.B. King sérstakan?

Það sem gerir B.B. King að einum mikilvægasta tónlistarmanni 20. aldarinnar er ekki bara hve áhrifamikill hann var á blústónlist, heldur líka á rokkgítarleikara um allan heim. Listamenn eins og Eric Clapton, Jimi Hendrix, Gary Moore og margir aðrir hafa nefnt hann sem sína helstu fyrirmynd.

B.B. King kenndi heiminum að blús snýst ekki um hraða eða flóknar línur, heldur um sögu, tilfinningu og tengingu við áheyrendur. Hann gaf út yfir 40 plötur, vann 15 Grammy-verðlaun og spilaði tónleika um allan heim til æviloka.

Arfleifð

BB King lést árið 2015, en tónlistin hans lifir áfram og hljómar jafn fersk í dag. Þegar við hugsum um blúsinn er nafn B.B. King eitt af þeim fyrstu sem kemur upp – hann er og verður alltaf kallaður “King of the Blues”.

Í tilefni dagsins er upplagt að setja á eitt af hans þekktustu lögum, eins og The Thrill Is Gone, og njóta þess hvernig B.B. King gat miðlað allri dýpt blússins með einfaldleika og hjartahlýju.

Hér að neðan er playlisti með mörgum af hans vinsælustu lögum.

Látum drauma þína verða að veruleika 😌

Við erum hér til þess að hjálpa þér!  Það er aldrei of seint að byrja að læra á gítar eða dusta rykið af fyrri sigrum á gítarinn. Við höfum lausn fyrir þig!

Næstu hópnámskeið

Næstu hópnámskeið hefjast:

23. september

Gítarskólinn býður upp á margvísleg námskeið, hér eru nokkur vinsæl námskeið sem við bjóðum upp á:

Gítar grunnnámskeið 1

Grunnnámskeið í gítarleik. 20 kennslustundir, yfir 20 hljómar, yfir 20 lög og æfingar. Yfir 65 myndbönd sem kenna þér allt það helsta til að koma þér af stað.

Gítar þvergrip

Námskeiðinu er skipt í 14 hluta, með 8 æfingum þar sem við æfum öll 9 hljómaafbrigðin á námskeiðinu. Einnig förum við yfir 4 lög og æfum þvergripin við þau. Á námskeiðinu eru 23 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.

Ukulele  grunnnámskeið

Námskeiðið er byggt upp á 13 kennslustundum þar sem þú lærir 22 hljóma/grip og amk 12 lög. Þú æfir lögin við undirleik hljómsveitar.  Á námskeiðinu eru 40 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.