ÁTT ÞÚ ÞÉR DRAUM ?
Við getum hjálpað!
Við erum spennt að fá þig með í hópinn!
6 vikna Zoom gítarnámskeið
Gítarinn frá grunni
6 VIKNA ZOOM NÁMSKEIÐ
Á þessu námskeiði förum við yfir alla helstu grunnhljómana á gítar, svokölluð „vinnukonugrip“, og lærum að nota hljómana í tónlistarlegu samhengi. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að því sem þú vilt taka þér fyrir hendur í gítarleik. Við gerum allskonar æfingar, spilum lög og hljóma og jafnvel búum til okkar eigin lög.
Verð: 29.900
Gítar grunnur - 20 kennslustundir
Lærðu á þínum hraða
GÍTAR GRUNNUR 1
Að byrja spila á gítar getur verið ósköp mikill frumskógur að troðast í gegnum. Það er erfitt að vita hvar á að byrja, hvað ber að varast og hvaða leiðir er hægt að taka.
Markmið þessa námskeiðs er að leiða byrjendur áfram frá þeirra fyrsta hljómi og yfir í það að geta orðið allavegana „partýfær“ á gítarinn. Við hvern hljóm sem er farið yfir mun kennari lýsa leiðum til að ná góðum árangri við hljómaspilið.
Verð: 29.900
Gítar þvergrip
Lærðu á þínum hraða
NÁMSKEIÐ: GÍTAR ÞVERGRIP
Á þessu námskeiði förum við yfir öll algengustu þvergripin á gítar. Námskeiðinu er skipt í 14 hluta, með 8 æfingum þar sem við æfum öll 9 hljómaafbrigðin á námskeiðinu. Einnig förum við yfir 4 lög og æfum þvergripin við þau. Á námskeiðinu eru 23 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.
Verð: 19.900
Ukulele námskeið - 13 kennslustundir
Lærðu á þínum hraða
NÁMSKEIÐ: UKULELE GRUNNUR
Námskeiðið hentar byrjendum á ukuele og ekki er gert ráð fyrir kunnáttu á hljóðfærið. Námskeiðið eru 13 kennslustundir þar sem við lærum m.a. 22 hljóma og amk 12 lög.
Tilvalið fyrir þá sem vilja læra á ukulele þegar þeim hentar.
Verð: 19.900
Vertu með í gjafaleiknum okkar
Gjafaleikur
Til að vera með þarftu bara að smella hér inn nafni og netfanginu hjá þér og velja hvað þú hefðir áhuga á að vinna. Við drögum út einn heppinn þátttakenda í hverjum mánuði út árið 2024.
Jibbíkóla!
Þú ert komin/n í pottinn!