GJAFALEIKUR
🎸 6 vikur – 6 sigurvegarar – 6 ókeypis gítartímar! 🎸
Langar þig að læra gítar eða koma aftur af stað?
Við drögum út einn heppinn þátttakanda í hverri viku frá 4. september til 9. október.
👉 Samtals 6 einstaklingar fá ókeypis einkatíma í gegnum netið!
✨ Fullkomið fyrir byrjendur og þá sem vilja byrja aftur.
Ókeypis einkatímar!
Á sex vikna tímabili, frá 4. september til 9. október, drögum við út einn heppinn þátttakanda í hverri viku sem vinnur ókeypis einkatíma í gegnum netið.
Við munum draga út vinningshafa á fimmtudögum á tímabilinu
Samtals verða það 6 heppnir einstaklingar sem fá gítar einkatíma hjá okkur.
Jibbíkóla!
Þú ert komin/n í pottinn!
Næstu námskeið í boði

Gítarinn frá grunni 23. september - 14. október
Á þessu námskeiði förum við yfir alla helstu grunnhljómana á gítar, svokölluð „vinnukonugrip“, og lærum að nota hljómana í tónlistarlegu samhengi. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að því sem þú vilt taka þér fyrir hendur í gítarleik. Við gerum allskonar æfingar, spilum lög og hljóma og jafnvel búum til okkar eigin lög. Við munum leggja mikla áherslu á áslátt og rytma til að gera gítarspilið þitt enn betra.
Netnámskeið í boði
Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum með myndböndum, textum og viðhengjum. Þú stjórnar þínum hraða og getur lært hvenær sem er.

Gítar grunnur 1
Öll helstu grunnatriðin í gítarleik. Við lærum hljóma, fingratækni ofl.

Gítarhálsinn 1
Hér förum við yfir allar ABCDEF nóturnar á gítarhálsinum og öllum strengjum.

Gítar þvergrip
Þvergrip eru lykill sem opnar mikil tækifæri í gítarleik. Hér förum við yfir öll þau helstu.

Ukulele grunnnámskeið
Hér er grunnnámskeið í Ukulele, við lærum hljóma, fingratækni og spilum lög.
Einkatímar í boði
Við bjóðum upp á einkatíma í gegnum netið með sérútbúnum hugbúnaði fyrir tónlistarkennslu í gegnum netið. Kennslutími er sveigjanlegur eftir aðstæðum. Tilvalið fyrir þá sem eru etv með óreglulegan vinnutíma eða í vaktavinnu ofl.
GÍTARBLOGGIÐ

15 mínútna æfingaráætlun fyrir fullorðið upptekið fólk
Í annasömum hvunndeginum erum við eins og fjúkandi plastpoki sem berst eftir vindinum út og suður! Það getur sannarlega verið erfitt að finna tíma til þess að æfa okkur á gítarinn. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það þarf ekki skrilljón klukkutíma á dag til að bæta þig! Gott skipulag á æfingartíma og með einbeittum 15 mínútum á dag getur skipt sköpum. Þú heldur fingrunum liprum, byggir upp vöðvaminni og allt verður betra 🙂

Er ég of gömul/gamall til að byrja spila á gítar ?
Þetta virðist vera algengur misskilningur meðal fólks að halda að það hafi misst af gítarlestinni og hún lagt af stað frá stöðinni við 12 ára

Gítar og núvitund – er einhver tenging ?
Núvitund, eða Mindfulness, er orðið vinsælt tól til að auka vellíðan og einbeitingu í daglegu lífi. Hugmyndafræði núvitundar á sannarlega við þegar kemur að iðkun tónlistar.

Jafnvel mistök þín eru verðug…
Victor Wooten talar mikið um að við þurfum að tileinka okkur barnslegt sakleysi þegar kemur að tónlist, vera óhrædd að gera mistök.

Taktu til við að tvista – intro
Byrjunarstefið í Taktu til við að tvista er eitt af þessum klassísku stefjum sem þarf ekki nema 1 sekúndu eða svo til að fatta hvaða lag er um að ræða.

Gítarspjallið: Bjössi Thor í heimsókn
Eitt af því skemmtilega við netið og þennan onlæn heim er að hann er alltaf að breytast og breytist hratt, við erum að prófa okkur

Hold on, I’m coming – kennsla
Hér förum við yfir gítarpartana í soul laginu Hold on I’m coming – sem Sam & Dave gerðu frægt.

Undir bláhimni – þvergrip
Hér erum við að fara yfir lagið „Undir bláhimni“ og spila þar þvergrip. Þetta myndband er hluti af þvergripa námskeiðinu okkar.