Gítar grunnnámskeið 1

14.900 kr.

Náðu tökum á gítarnum og vertu „partýfær“!

Hér er allt sem þú þarft til að byrja. Við leiðum þig áfram skref fyrir skref, frá stillingum og handstöðu yfir í að spila uppáhalds lögin þín með hljómsveit.

  • Mikið efni: 20 kennslustundir og yfir 65 myndbönd.
  • Lærðu lög: Við förum yfir 20+ hljóma og 20+ lög.
  • Hljómsveit í stofunni: Þú æfir lögin við undirleik hljómsveitar (undirspil fylgir).
  • Sveigjanleiki: Opið allan sólarhringinn í heilt ár. Lærðu á þínum hraða.
  • Aðgangur: Við útbúum aðganginn fyrir þig innan 24 klst frá kaupum.
  • Gjöf: Hægt að kaupa sem gjafabréf (sjá algengar spurningar).

Byrjaðu gítarferðalagið í dag!

Dreymir þig um að spila á gítar?

Að byrja að spila á gítar getur virst yfirþyrmandi, eins og að villast í frumskógi upplýsinga. Hvar á maður að byrja? Gítar grunnnámskeið 1 er hannað til að leiða þig áfram á einfaldan og rökréttan hátt. Við byrjum á grunninum og stefnum að því að gera þig „partýfæran“ gítarleikara.

Hvað er innifalið í námskeiðinu?

Námskeiðið er efnismikið og ítarlegt, en sett upp þannig að hver sem er getur fylgt því:

  • 20 Kennslustundir: Við byrjum á praktískum atriðum eins og að stilla gítarinn og réttri handstöðu.
  • +65 Kennslumyndbönd: Ítarlegar útskýringar frá kennara fyrir hvert skref.
  • 20+ Hljómar og lög: Þú lærir fjölda laga og æfinga sem gera stigmagnandi kröfur.
  • Mismunandi erfiðleikastig: Í öllum lögum er hægt að velja leiðir sem henta þinni getu. Þú getur svo komið aftur síðar og spilað lagið á flóknari hátt.
  • Hér er hægt að sjá gott yfirlit yfir námskeiðið.

Æfðu þig með hljómsveit!

Það er ekkert gaman að sitja einn út í horni og æfa hljóma. Strax í 2. tíma lærir þú þinn fyrsta hljóm og spilar hann við undirleik hljómsveitar. Að spila með undirspili gerir æfinguna skemmtilegri, hjálpar þér að halda takti og undirbýr þig fyrir að spila með öðrum.

Hvernig virkar þetta?

  • Aðgangur: Við útbúum aðganginn þinn handvirkt og sendum þér upplýsingarnar í tölvupósti innan 24 klukkustunda frá skráningu.
  • Í heilt ár: Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði. Mælt er með að nota 2-3 mánuði í að fara í gegnum efnið, en þú ræður hraðanum alveg sjálf/ur.
  • Endurtekning: Þar sem aðgangurinn varir lengi er tilvalið að fara aftur í eldri lög og prófa nýja tækni sem þú hefur lært.

Ertu tilbúin/n? Skráðu þig núna og við græjum aðganginn fyrir þig!


Algengar spurningar

Hversu lengi hef ég aðgang að námskeiðinu?
Aðgangur er veittur í eitt ár frá kaupdegi.

Hvenær fæ ég aðgang?
Aðgangur er að öllu jöfnu veittur innan 24 klst.

Á hvaða tæki virkar námskeiðið?
Námskeiðið virkar á tölvu, síma og spjaldtölvu.

Viltu gefa þetta námskeið sem gjafabréf?
Það er lítið mál! Skráðu nafnið á þeim sem á að fá gjöfina í reitinn „Skýring með pöntun“ (Order notes) í kaupferlinu, en skráðu þitt netfang sem kaupanda. Við sendum gjafabréfið svo á þig innan 24 klst.