Shopping Cart

GÍTAR
GRUNNUR

GÍTAR GRUNNNÁMSKEIÐ 1

Grunnnámskeið - 20 kennslustundir

Lærðu á þínum hraða
Kennslustundir
0
Hljómar
+ 0
Lög og æfingar
+ 0
Myndbönd
+ 0

Um námskeiðið

Að byrja spila á gítar getur verið ósköp mikill frumskógur að troðast í gegnum. Það er erfitt að vita hvar á að byrja, hvað ber að varast og hvaða leiðir er hægt að taka til að stytta sér leiðina.

Rökrétt framhald
Markmið þessa námskeiðs er að leiða byrjendur áfram frá þeirra fyrsta hljómi og yfir í það að geta orðið allavegana „partýfær“ á gítarinn. Við hvern hljóm sem er farið yfir mun kennari lýsa leiðum til að ná góðum árangri við hljómaspilið.

Eitt í einu
Í byrjun námskeiðinsins er farið yfir praktísk atriði eins og hvernig skuli stilla gítarinn, hvernig sé gott að halda á honum og mikilvæg atriði sem snúa að handstöðu.

Fjöldi laga og hljómaæfinga
Strax í 2. tíma lærir nemandinn sinn fyrsta hljóm og þá strax verður sá hljómur æfður við undirleik hljómsveitar. Hljómaæfingarnar og lögin sem farið verður yfir á námskeiðinu gera stigmagnandi kröfur til nemenda eftir sem á námskeiðið líður. Í öllum lögum og æfingum er hægt að fara mismunandi leiðir/erfiðleikastig og ræðst það af því hvar nemandinn er staddur í sínu gítar ferðalagi hvaða leið hann velur. Ef auðveldari leið er valin þá er tilvalið að prófa næsta erfiðleikastig eftir 2-3 vikur.

Uppbygging námskeiðins
Við leggjum okkur fram við að setja námskeiðið upp þannig að það byggist upp í rökréttu framhaldi af því sem undan er gengið. Erfiðleikastigin geta verið mismunandi og undirleikur hljómsveitar er margnýtanlegur í öll afbrigði af spili nemandans. Það er um að gera að prófa fara til baka og spila aftur þau lög sem maður er búinn með og prófa nýja tækni sem maður hefur lært, þannig getur nemandinn fengið margfallt út úr námskeiðinu.

2-3 mánuðir
Námskeiðið er sett upp þannig að nemandinn ætti að vera orðinn nokkuð fær í flestan sjó eftir 2-3 mánuði. Það getur tekið skemmri eða lengri tíma, það fer allt eftir því hvað er mikið lagt í æfingar ofl.

Gítarinn sjálfur

Hvað heita allir þessir hlutar af gítarnum… gítarháls, strengir… hvað heitir allt hitt ? Við förum vel yfir það hvað allir þessir partar heita og hvað er ólíkt með mismunandi gíturum.

Stilla gítarinn

Það er fátt verra en að spila á falskann gítar, við kennum þér að stilla gítarinn með því að nota ókeypis app sem þú getur hlaðið niður í snjallsímann þinn eða spjaldtölvuna þannig að stilla gítarinn þinn verður leikur einn!

20 hljómar

Á námskeiðinu eru kenndir yfir 20 hljómar/grip. Allir þeir helstu til að gera þig rúmlega partýfæra/nn 🙂 Það er ekki nóg að kunna hljómana sjálfa, heldur þurfum við að geta notað þá í tónlistarlegu samhengi. Þessvegna erum við með mikið af lögum og hljómaæfingum til að æfa hljómana/gripin okkar.

Lög og æfingar

Við æfum okkur saman á yfir 20 lögum/hljómaæfingum við undirleik hljómsveitar. Við leggjum ríka áherslu á að spila hljómana okkar í tónlistarlegu samhengi, því höfum við hljóðritað undirspil við öll lög og hljómaæfingar á þessu námskeiði.

Góð tækni

Það er afar mikilvægt að tileinka sér góða tækni strax frá byrjun.  Það er oft sagt að það sé miklu erfiðara að af-læra eitthvað heldur en að læra það rétt frá byrjun, það á sannarlega við hér.

Efnisyfirlit námskeiðsins

Gítartími 1
Gítartími 2
Gítartími 3
Gítartími 4
Gítartími 5
Gítartími 6
Gítartími 7
Gítartími 8
Gítartími 9
Gítartími 10
Gítartími 11
Gítartími 12
Gítartími 13
Gítartími 14
Gítartími 15
Gítartími 16
Gítartími 17
Gítartími 18
Gítartími 19
Gítartími 20

Svör við algengum spurningum

Hvernig fer námskeiðið fram ?

Kennsla námskeiðsins fer fram í myndböndum þar sem farið verður yfir efnistök hvers tíma. Hver gítartími er settur upp með svipuðu sniði og venjulegur gítartími færi fram, þannig að nemandinn byggir upp þekkingu og færni jafnt og þétt. Nemandi hefur aðgang að efninu í allavegana 12 mánuði frá því hann hefur námið.

Get ég lært á mínum tíma/hraða ?

Þú getur það svo sannarlega. Þú hefur aðgang að efninu 24/7 alla daga ársins. Námskeiðið miðast við að nemandinn sé c.a. 3 mánuði að fara í gegnum efnið og bjóðum við nemendum upp á að hafa samband við kennara ef þeir lenda í vandræðum með eitthvað á námskeiðinu, spilatækni eða annað.

Hef ég aðgang að gítarkennara ef ég lendi í vandræðum með eitthvað ?

Að sjálfsögðu! Við erum hér til að þú náir árangri. Námskeiðið miðast við að nemandi sé um 3 mánuði að fara í gegnum efnið svo vel sé. Á þeim tíma er nemanda velkomið að hafa samband við okkur ef vantar einhverja hjálp, þá reynum við eftir fremsta megni að leysa það fljótt og vel!

Hvað hef ég aðgang að námskeiðinu lengi ?

Námskeiðið miðast við að nemandi sé um 3 mánuði að fara í gegnum efnið en nemandi hefur aðgang að efninu í allavegana 12 mánuði frá því að hann hefur nám.

Fyrir hvaða aldurshóp er þetta námskeið ?

Við miðum við að efni og framsetning á námskeiðinu myndi henta nemendum frá c.a. 12-14 ára aldri og upp úr. Það er aldrei of seint að byrja!

Mig langar að gefa þetta námskeið sem gjöf - er hægt að fá gjafabréf ?

Algjörlega! Við höfum verið talsvert í því að útbúa allskonar gjafabréf fyrir fólk og þetta námskeið væri góð gjöf fyrir áhugasama gítarspilara.

Byrjaðu strax í dag

Leiðbeinandi er Bent Marinósson
Bent hefur yfir 20 ára reynslu af gítarkennslu, bæði einkatímum og hóptímum. Bent hefur einnig víðtæka reynslu sem gítarleikari með hljómsveitum, stúdíóvinnu, útsetningum og hljómsveitarstjórn.