Umsagnir nemenda
Í gegnum árin hafa hundruð nemenda á öllum aldri öðlast nýja færni og aukið sjálfstraust á námskeiðunum mínum. Hér að neðan má lesa upplifun fólks sem tók skrefið – hvort sem það var að stíga sín fyrstu skref eða taka upp þráðinn að nýju eftir hlé.
Umsagnirnar koma bæði úr nafnlausum könnunum og beinum skilaboðum. Þær endurspegla það sem skiptir mestu máli: Raunverulegan árangur, leikgleði og þá vissu að allir geti lært að spila með réttri leiðsögn
„Ég hef verið í einkatímum í Gítarskólanum hjá Bent Marinóssyni um nokkurra mánaða skeið. Ég kaus þann möguleika að nýta fjarkennslu á netinu enda hentar sveigjanlegt fyrirkomulag mér vel. Bent hefur gott lag á að gera tímana skemmtilega, fræðandi og hvetjandi. Hann er auðvitað frábær gítarleikari og er góður í að miðla hvort heldur er tæknilegu efni um gítarleik eða fræðslu um mestu gítargoð sögunnar.“ – Kristján Guðmundsson
Við leggjum mikið upp úr því að heyra hvað nemendum finnst. Hér er brot af því sem nemendur hafa sagt í nafnlausum ánægjukönnunum okkar:
Hentaði fullkomlega fyrir byrjendur
„Námskeiðið hentaði fullkomlega fyrir mitt getu(leysis)stig í gítarleik. Það voru engir fordómar fyrir fölskum tónum heldur allir á svipuðum forsendum. Þolinmæði, áhugi og metnaður kennara var aðdáunarverður og drífandi fyrir nemendur.“
Smitandi spilagleði
„Námskeiðið hefur góða uppbyggingu, bæði á netinu og í hóptímanum. Það er byrjað á einföldum atriðum sem síðan er byggt ofan á. Smitandi spilagleði Bents kyndir undir gítaráhugann hjá manni svo að mann langar að læra meira og meira.“
Hef spilað nær alla daga síðan
„Frábært námskeið sem ég mæli hiklaust með fyrir þá sem vilja byrja frá grunni. Mjög hvetjandi og metnaðarfullur kennari með rétt markmið fyrir byrjendur. Ég hef spilað á gítarinn nær alla daga síðan ég fór í fyrsta tímann og hef mikla ánægju af.“
Allir geta verið með
„Skemmtilegt námskeið þar sem allir geta tekið þátt og verið með út frá sínum forsendum. Maður lærir hvernig hægt er að vera með í samspili frá upphafi og hvernig maður bætir svo smám saman í þegar hæfnin eykst. Frábær nálgun!“
Tækni og gleði
„Hæfileg blanda af tæknilegri kennslu og að finna gleðina í tónlistinni. Hvetjandi og jákvæð kennsla!“
Vakti áhugann á að læra meira
Á námskeiðinu áttaði ég mig á mikilvægi hægri handar og skilnings á takti og hvernig hægt er að bæta við sig smám saman en samt vera með frá upphafi. Hefur náð að vekja upp áhugann á að læra meira.
Skýr og góð kennsla
Frábær kennari sem kom efninu mjög vel til skila
Góður grunnur
Skemmtilegt námskeið og þægilegt fyrir þá sem vilja fá grunn til að glamra sér til gamans!
Kveikti neistann á ný
„Ég hafði ekki snert gítarinn í 20 ár og hélt að þetta væri gleymt og grafið. Námskeiðið hjá Bent var akkúrat það sem vantaði til að dusta rykið af bæði gítarnum og fingrunum. Nú er spilað á hverju kvöldi!“
Aldrei of seint að byrja
„Ég ákvað að láta gamlan draum rætast á eftirlaunaárunum. Kennslan er yfirveguð og þolinmæðin hjá kennaranum er óendanleg. Það er engin pressa, bara gleði og hvatning til að gera betur. Mæli heilshugar með.“
Skiljanlegt og aðgengilegt
„Bent hefur einstakt lag á að útskýra flókna hljómfræði á mannamáli þannig að allir skilja. Námsefnið er sett upp á mjög þægilegan máta þar sem maður byggir ofan á þekkingu sína viku frá viku án þess að missa móðinn.“
Meira en bara gítarnám
„Þetta eru bestu stundir vikunnar. Ekki bara lærir maður á hljóðfærið heldur er þetta ákveðin núvitund og hvíld frá amstri dagsins. Bent smitar út frá sér jákvæðni og áhuginn á tónlistinni skín í gegn í hverjum tíma.“
Loksins náði ég tökum á þessu
„Hef reynt að læra af YouTube í mörg ár án árangurs. Að fá alvöru leiðsögn og strúktúr breytti öllu. Það er mikill munur á að „gutla“ og að fá kennslu hjá fagmanni sem sýnir manni réttu handtökin strax.“
Fagmennska í fyrirrúmi
„Fagleg, hvetjandi og skemmtileg kennsla. Bent er hafsjór af fróðleik og er greinilega mikið í mun að nemendur nái árangri á sínum forsendum. 10 af 10.“