UKULELE
GRUNNNÁMSKEIÐ

UKULELE FRÁ GRUNNI

Ukulele grunnnámskeið - kennslustundir

Lærðu á þínum hraða
Kennslustundir
0
Hljómar
0
Lög
0
Myndbönd
0

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði förum við yfir grunn atriðin í ukulele hljóðfæraleik. Við byrjum að skoða mismunandi tegundir Ukulele hljóðfæra, það eru til sópran, concert, tenor ofl.

Hljómar og ásláttur
Ukulele er fyrst og fremst hljómahljóðfæri og við leggjum mikla áherslu á að læra hljóma og áslátt á þessu námskeiði.

Lög og undirleikur hljómsveitar
Við æfum okkur saman á yfir 12 lögum við undirleik hljómsveitar. Við leggjum ríka áherslu á að spila hljómana okkar í tónlistarlegu samhengi, því höfum við hljóðritað undirspil við öll lög á þessu námskeiði.

Efnisyfirlit námskeiðsins

Tími 1
Tími 2
Tími 3
Tími 4
Tími 5
Tími 6
Tími 7
Tími 8
Tími 9
Tími 10
Tími 11
Tími 12
Tími 13

Svör við algengum spurningum

Hvernig fer námskeiðið fram ?

Kennsla námskeiðsins fer fram í myndböndum þar sem farið verður yfir efnistök hvers tíma. Hver tími er settur upp með svipuðu sniði og venjulegur ukuleletími færi fram, þannig að nemandinn byggir upp þekkingu og færni jafnt og þétt. Nemandi hefur aðgang að efninu í allavegana 12 mánuði frá því hann hefur námið.

Get ég lært á mínum tíma/hraða ?

Þú getur það svo sannarlega. Þú hefur aðgang að efninu 24/7 alla daga ársins. Námskeiðið miðast við að nemandinn sé c.a. 3 mánuði að fara í gegnum efnið og bjóðum við nemendum upp á að hafa samband við kennara ef þeir lenda í vandræðum með eitthvað á námskeiðinu, spilatækni eða annað.

Hef ég aðgang að kennara ef ég lendi í vandræðum með eitthvað ?

Að sjálfsögðu! Við erum hér til að þú náir árangri. Námskeiðið miðast við að nemandi sé um 3 mánuði að fara í gegnum efnið svo vel sé. Á þeim tíma er nemanda velkomið að hafa samband við okkur ef vantar einhverja hjálp, þá reynum við eftir fremsta megni að leysa það fljótt og vel!

Hvað hef ég aðgang að námskeiðinu lengi ?

Námskeiðið miðast við að nemandi sé um 3 mánuði að fara í gegnum efnið en nemandi hefur aðgang að efninu í allavegana 12 mánuði frá því að hann hefur nám.

Fyrir hvaða aldurshóp er þetta námskeið ?

Við miðum við að efni og framsetning á námskeiðinu myndi henta nemendum frá c.a. 12-14 ára aldri og upp úr. Það er aldrei of seint að byrja!

Mig langar að gefa þetta námskeið sem gjöf - er hægt að fá gjafabréf ?

Algjörlega! Við höfum verið talsvert í því að útbúa allskonar gjafabréf fyrir fólk og þetta námskeið væri góð gjöf fyrir áhugasama ukulele leikara.

Leiðbeinandi er Bent Marinósson
Bent hefur yfir 20 ára reynslu af gítarkennslu, bæði einkatímum og hóptímum. Bent hefur einnig víðtæka reynslu sem gítarleikari með hljómsveitum, stúdíóvinnu, útsetningum og hljómsveitarstjórn.  Bent kennir einnig á bassa og ukulele.