Shopping Cart

Zoom Masterclass: Læra allar nóturnar á gítarhálsinum 18. september

12.500 kr.

Flokkur:

Hér gefst þér tækifæri á að opna nýjar víddir í þinni spilamennsku með því að kunna gítarhálsinn vel og skilja samhengi á milli nótna þar. Á þessu 2ja klst Zoom Masterclass munum við fara yfir allar nóturnar á gítarhálsinum og kenna þér aðferðir til að skilja gítarhálsinn betur og einnig muna allar nóturnar.

Hvað lærir þú á námskeiðinu ?

  • Þú lærir aðferðir til að skilja samhengi á milli strengja og nótnanna.
  • Þú lærir aðferðir til að muna nóturnar og gerir þér auðveldara að spila tónstiga, hljóma og lög.
  • Þú lærir að tileinka þér þekkinguna strax, námskeiðið byggir ekki á að „páfagaukalærdómi“ – við byggjum á skilningi, ekki að læra utan að og gleyma svo öllu daginn eftir 🙂
  • Þú lærir allar krómatísku nóturnar, við byrjum á ABDCEF og svo færum við okkur yfir í allar hækkaðar og lækkaðar nótur, sbr A – A#/Bb – B – C – C#/Db – D – D#/Eb – E – F – F#/Gb – G – G#/Ab

Mánudagur 9. september
Kl. 19:00 – 21:00
Staðsetning: Zoom

Hér gefst þér tækifæri á að opna nýjar víddir í þinni spilamennsku með því að kunna gítarhálsinn vel og skilja samhengi á milli nótna þar. Á þessu 2ja klst Zoom Masterclass munum við fara yfir allar nóturnar á gítarhálsinum og kenna þér aðferðir til að skilja gítarhálsinn betur og einnig muna allar nóturnar.

Hvað lærir þú á námskeiðinu ?

  • Þú lærir aðferðir til að skilja samhengi á milli strengja og nótnanna.
  • Þú lærir aðferðir til að muna nóturnar og gerir þér auðveldara að spila tónstiga, hljóma og lög.
  • Þú lærir að tileinka þér þekkinguna strax, námskeiðið byggir ekki á að „páfagaukalærdómi“ – við byggjum á skilningi, ekki að læra utan að og gleyma svo öllu daginn eftir 🙂
  • Þú lærir allar krómatísku nóturnar, við byrjum á ABDCEF og svo færum við okkur yfir í allar hækkaðar og lækkaðar nótur, sbr A – A#/Bb – B – C – C#/Db – D – D#/Eb – E – F – F#/Gb – G – G#/Ab

Á námskeiðinu er mikið af sýnidæmum og æfingum. Það verður nægur tími fyrir umræður um gítarhálsinn og nóturnar, þannig að þú ættir að vera með góða og yfirgripsmikla þekkingu á gítarhálsinum eftir þetta námskeið.

Nemendur fá ítarefni sem hægt verður að hala niður.

Hvað þarftu að hafa með þér ?

  • Gítar: Hafa gítarinn stilltan og klárann, hvort sem það er rafmagnsgítar eða kassagítar – það skiptir engu.
  • Góða internettengingu: Mikilvægt að vera í góðu netsambandi svo upplifun þín verði sem best.
  • Gott hljóð: Við mælum með að nemendur hafi headphones til að heyra sem best.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að dýpka þekkingu þína á gítarhálsinum og verða öruggari að spila hvaða nótur hvar sem er á gítarhálsinum.

Við hlökkum til að sjá þig!

Lágmarksþáttaka: 5 manns