Ukulele grunnnámskeið – 13 kennslustundir

14.900 kr.

Náðu tökum á ukulele á þínum hraða!

Hér er allt sem þú þarft til að byrja að spila, sett fram á einfaldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft enga fyrri kunnáttu – við byrjum á byrjuninni.

  • Lærðu heima: 13 kennslustundir og yfir 40 myndbönd.
  • Spilaðu lög: Við lærum 22 hljóma og a.m.k. 12 lög.
  • Hljómsveit í stofunni: Þú æfir öll lögin við undirleik hljómsveitar (undirspil fylgir).
  • Sveigjanleiki: Opið allan sólarhringinn í heilt ár.
  • Aðgangur: Við útbúum aðganginn fyrir þig innan 24 klst frá kaupum.
  • Gjöf: Hægt að kaupa sem gjafabréf (sjá algengar spurningar).

Skráðu þig í dag og taktu fyrstu skrefin í tónlistinni!

Dreymir þig um að kunna á ukulele?

Ukulele grunnnámskeiðið er hannað sérstaklega fyrir byrjendur. Þú þarft enga fyrri reynslu af hljóðfæraleik né nótnalestri. Við förum yfir grunnatriðin skref fyrir skref þannig að þú náir góðum tökum á hljóðfærinus.

Hvað er innifalið í námskeiðinu?

Námskeiðið er yfirgripsmikið en sett upp í þægilegum bitum svo þú getir lært þegar þér hentar:

  • 13 Kennslustundir: Skipulagt ferli sem leiðir þig áfram.
  • +40 Kennslumyndbönd: Ítarlegar útskýringar og sýnikennsla.
  • 22 Hljómar: Lærðu algengustu gripin sem opna dyrnar að þúsundum laga.
  • 12 Lög: Við lærum lög sem gaman er að spila og syngja.
  • Gögn: Hljómablöð, textar og æfingar fylgja með.

Æfðu þig með hljómsveit!

Það sem gerir þetta námskeið einstakt er undirspilið. Þú situr ekki bara ein/n að æfa þig, heldur færðu að spila lögin við undirleik hljómsveitar. Það gerir æfinguna mun skemmtilegri, hjálpar þér að halda takti og gefur þér tilfinninguna að vera að spila í bandi strax í byrjun.

Hvernig virkar þetta?

  • Aðgangur: Við útbúum aðganginn þinn handvirkt og sendum þér upplýsingarnar í tölvupósti innan 24 klukkustunda frá skráningu.
  • Í heilt ár: Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði frá því aðgangurinn er opnaður. Þú getur horft aftur og aftur þar til gripin sitja föst.
  • Á þínum hraða: Engin pressa. Lærðu þegar þú hefur tíma.
  • Beinn aðgangur að kennara: Ef þú festist eða ert með spurningar getur þú sent línu beint á kennarann.

Ertu tilbúin/n til að byrja? Skráðu þig núna og við græjum aðganginn fyrir þig!


Algengar spurningar

Hversu lengi hef ég aðgang að námskeiðinu?
Aðgangur er veittur í eitt ár frá kaupdegi.

Hvenær fæ ég aðgang?
Aðgangur er að öllu jöfnu veittur innan 24 klst.

Á hvaða tæki virkar námskeiðið?
Námskeiðið virkar á tölvu, síma og spjaldtölvu.

Viltu gefa þetta námskeið sem gjafabréf?
Það er lítið mál! Skráðu nafnið á þeim sem á að fá gjöfina í reitinn „Skýring með pöntun“ (Order notes) í kaupferlinu, en skráðu þitt netfang sem kaupanda. Við sendum gjafabréfið svo á þig innan 24 klst.