Á þessu námskeiði förum við yfir öll algengustu þvergripin á gítar. Námskeiðinu er skipt í 14 hluta, með 8 æfingum þar sem við æfum öll 9 hljómaafbrigðin á námskeiðinu. Einnig förum við yfir 4 lög og æfum þvergripin við þau. Á námskeiðinu eru 23 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.