Einkatímar 8×60 mín
84.900 kr.
Fáðu sérsniðna kennslu sem miðast alfarið við þína getu og tónlistarsmekk. Við notum sérhannað tónlistarforrit (Mooz) sem gerir upplifunina eins og við sitjum í sama herbergi, þó þú sért í þægindum heima hjá þér. Fullkomið tækifæri til að fá greiningu á þínum leik og ráð til að komast á næsta stig.
🎸 Persónuleg gítarkennsla (Einkatímar)
Fáðu 100% athygli kennarans og sérsniðna leiðsögn sem tekur mið af þínum þörfum. Við mætum þér þar sem þú ert staddur/stödd og setjum upp plan sem hentar þínum markmiðum.
Kennslan fer fram í gegnum Mooz, sérhæfðan hugbúnað sem er hannaður fyrir tónlistarkennslu og tryggir mun betri hljóðgæði en hefðbundin fjarfundakerfi. Þú getur því lært í þægindum heima hjá þér – hvar sem þú ert í heiminum.
🌍 Nemendur um allan heim Fjarkennslan hefur sannað gildi sitt og erum við stolt af því að hafa kennt nemendum víðsvegar um heiminn – allt frá Reykjavík, niður til Spánar og vestur um haf, alla leið til Los Angeles.
Hvað er innifalið?
✅ Einstaklingsmiðuð kennsla: Kennslan tekur mið af getu, tónlistaráhuga og markmiðum. Skiptir engu hvort þú ert algjör byrjandi eða langt komin(n).
✅ Aðgangur að gögnum: Kennari sendir þér eða veitir aðgang að svæði á vefnum/appi með ítarefni, s.s. nótum, hljómablöðum og undirspili.
✅ Markmiðasetning: Við vinnum saman að raunsærri markmiðasetningu sem tekur mið af tíma þínum og óskum.
✅ Gagnvirk leiðsögn: Þú færð leiðbeiningar í rauntíma um tækni, hljómburð og hvað má betur fara.
🎁 Viltu gefa gítartíma í gjöf?
Ekkert mál! Við útbúum fallegt rafrænt PDF gjafabréf fyrir þig sem við sendum þér á netfangið sem þú gefur upp.
- Hvernig: Settu vöruna í körfu og skrifaðu í „Athugasemdir“ (Notes) í greiðsluferlinu að um gjafabréf sé að ræða og nafn viðtakanda. Við sendum þér bréfið í tölvupósti.
Hvað segja nemendur ?

„Ég hef verið í einkatímum í Gítarskólanum hjá Bent Marinóssyni um nokkurra mánaða skeið. Ég kaus þann möguleika að nýta fjarkennslu á netinu enda hentar sveigjanlegt fyrirkomulag mér vel. Bent hefur gott lag á að gera tímana skemmtilega, fræðandi og hvetjandi. Hann er auðvitað frábær gítarleikari og er góður í að miðla hvort heldur er tæknilegu efni um gítarleik eða fræðslu um mestu gítargoð sögunnar.“ – Kristján Guðmundsson
Mikilvægar upplýsingar
- Bókun: Greiðsla jafngildir skráningu. Kennari mun hafa samband við þig fljótlega eftir kaup til að finna tíma sem hentar báðum aðilum.
- Tæknikröfur: Vertu viss um að þú sért í góðu netsambandi, með þokkalegan skjá og gott hljóð (heyrnartól mælt með) til að fá sem mest út úr tímanum.
- Stéttarfélög: Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði við tónlistarnám. Kvittun er send sjálfkrafa í tölvupósti.
Forföll og afbókanir: Við biðjum um að forföll séu tilkynnt með góðum fyrirvara svo hægt sé að nýta tímann fyrir aðra. Almenna reglan er að tímar sem afbókaðir eru með minna en 12 klst. fyrirvara teljast nýttir. Við reynum þó eftir fremsta megni að finna nýjan tíma í sömu viku ef veikindi eða óvænt atvik koma upp.
