Gefðu tónlist í jólagjöf
Rafræn gjafabréf í netnámskeið, einkatíma og staðnámskeið.
Persónuleg, sérútbúin gjafabréf fyrir hvern og einn og send í tölvupósti. Afgreiðum hratt og örugglega
Minnkaðu jólastressið! Þú hefur enn tíma, jólin eru eftir:
Tryggðu þér gítarnámskeiðin fyrir 20. desember og fáðu afgreidd gjafabréf send í tölvupósti.
Hvað gefur maður þeim sem á allt? Gefðu upplifun. Gefðu nýtt áhugamál sem endist. Gefðu tónlist.
Hvort sem það er fyrir makann, vininn sem hefur alltaf langað að læra, eða bara sjálfan þig í jólapakkanum – gítarnámskeið er gjöfin sem heldur áfram að gefa allt árið 2026.
🎁 Jólagjafir fyrir byrjendur
Gjöfin sem kemur áhugamálinu loksins af stað. Fullkomið fyrir þá sem hafa aldrei snert gítar eða vilja rifja upp gamla takta eftir langt hlé. Aldrei of seint að byrja!
Gítarinn frá grunni – Gítarnámskeið hefst 13. janúar (staðnámskeið)
Vinsælasta byrjendanámskeiðið. Hefst 13. janúar. Kennt verður í Stóru-Vogaskóla í Vogum (aðeins 20 mín frá Hafnarfirði)
Verð kr. 29.900
Gítar Grunnur 1 (Netnámskeið)
Lærðu heima á þínum hraða. Aðgangur að kennsluefni að lágmarki 1 ár.
Verð kr. 14.900
Ukulele Grunnnámskeið (Netnámskeið)
Skemmtileg og einföld leið inn í tónlistina. Lærðu heima á þínum hraða. Aðgangur að kennsluefni að lágmarki 1 ár.
Verð kr. 14.900
🎁 Jólagjafir fyrir lengra komna (næsta skref)
Fyrir gítarleikarann sem vill losna við að „glamra bara“ og byrja að spila af öryggi. Gjöfin sem hjálpar þeim að skilja gítarhálsinn, ná tökum á erfiðum gripum og bæta tæknina.
Framhaldsnámskeið í gítarleik (staðnámskeið) - hefst 15. janúar
Fyrir þá sem vilja spila með öðrum og dýpka skilninginn. Haldið í samstarfi við Ferðafélag Íslands.
Verð kr. 29.900 (24.900 fyrir félagsmenn FÍ)
Þvergrip (Netnámskeið)
Við að læra þvergrip opnast gítarheimurinn verulega og við getum spila miklu fleiri lög en með hefbundnum „vinnukonugripum“ og capo.
Verð kr. 14.900
Gítarhálsinn 1 (Netnámskeið)
Á þessu námskeiði lærum við allar ABCDEFG nóturnar á öllum gítarhálsinum. Við förum yfir þetta á einfaldan og skiljanlegan hátt og þú lærir aðferðir til að nýta þér ef þú lendir í vandræðum.
Verð kr. 14.900
🎁 Persónuleg kennsla
Einkakennari beint heim í stofu. Persónuleg og sérsniðin leiðsögn í gegnum netið þar sem við vinnum nákvæmlega með markmið nemandans. Við notum sérhæfðan hugbúnað sérsniðinn að kennslu í gegnum netið. Þetta er besta leiðin til að ná hröðum árangri
4x 60 mín einkatímar
Góður byrjunarpakki til að fá leiðsögn og plan.
Fáðu sérsniðna kennslu sem miðast alfarið við þína getu og tónlistarsmekk. Við notum sérhannað forrit sem er sérhannað fyrir tónlistarkennslu í gegnum netið og sem gerir upplifunina eins og við sitjum í sama herbergi, þó þú sért í þægindum heima hjá þér. Fullkomið tækifæri til að fá greiningu á þínum leik og ráð til að komast á næsta stig.
Verð kr. 44.900
8x 60 mín einkatímar
Fyrir þá sem vilja mæta vikulega og ná alvöru framförum.
Fáðu sérsniðna kennslu sem miðast alfarið við þína getu og tónlistarsmekk. Við notum sérhannað forrit sem er sérhannað fyrir tónlistarkennslu í gegnum netið og sem gerir upplifunina eins og við sitjum í sama herbergi, þó þú sért í þægindum heima hjá þér. Fullkomið til að fínpússa tæknina og vinna markvisst að framförum í þínum gítarleik.
Verð kr. 84.900
Vantar þig hjálp við að velja réttu gjöfina? 🎁
Það getur verið erfitt að meta getustig hjá öðrum. Ef þú ert óviss hvort makinn, vinurinn eða barnið sé „byrjandi“ eða „lengra kominn“, þá er ég hér til að aðstoða.
Sendu mér línu og ég hjálpa þér að finna hina fullkomnu gjöf sem hittir í mark. Ég svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.
Bent Marinósson
Gítarkennari, tónlistarmaður og stofnandi gitarskolinn.is
Með yfir 20 ára reynslu af gítarkennslu hef ég þróað kennsluaðferðir sem virka sérstaklega vel fyrir fullorðna. Markmið mitt er að gera gítarnám aðgengilegt og skemmtilegt, hvort sem er í einkatímum á netinu eða á staðnámskeiðum.