Útdráttur vikunnar í gjafaleik Gítarskólans

Við hjá Gítarskólanum viljum fagna öllum þeim sem taka þátt í gjafaleiknum okkar! Í hverri viku, frá 4. september til 9. október, drögum við út einn heppinn þátttakanda sem hlýtur ókeypis einkatíma í gegnum netið.

Hér geturðu horft á myndbandið þar sem við drögum út sigurvegara vikunnar:

Þetta er skemmtilegur leikur og frábært tækifæri til að prófa einkakennslu án endurgjalds. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt – þú gætir verið næsti sigurvegari!
Skráning hér: gitarskolinn.is

Látum drauma þína verða að veruleika 😌

Við erum hér til þess að hjálpa þér!  Það er aldrei of seint að byrja að læra á gítar eða dusta rykið af fyrri sigrum á gítarinn. Við höfum lausn fyrir þig!

Næstu hópnámskeið

Næstu hópnámskeið hefjast:

23. september

Gítarskólinn býður upp á margvísleg námskeið, hér eru nokkur vinsæl námskeið sem við bjóðum upp á:

Gítar grunnnámskeið 1

Grunnnámskeið í gítarleik. 20 kennslustundir, yfir 20 hljómar, yfir 20 lög og æfingar. Yfir 65 myndbönd sem kenna þér allt það helsta til að koma þér af stað.

Gítar þvergrip

Námskeiðinu er skipt í 14 hluta, með 8 æfingum þar sem við æfum öll 9 hljómaafbrigðin á námskeiðinu. Einnig förum við yfir 4 lög og æfum þvergripin við þau. Á námskeiðinu eru 23 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.

Ukulele  grunnnámskeið

Námskeiðið er byggt upp á 13 kennslustundum þar sem þú lærir 22 hljóma/grip og amk 12 lög. Þú æfir lögin við undirleik hljómsveitar.  Á námskeiðinu eru 40 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.