Ég var að hlusta á viðtal við bassasnillinginn Victor Wooten sem byrjaði að spila á bassa 3ja ára gamall og spilaði sitt fyrsta „gigg“ 6 ára. Hann hefur verið atvinnutónlistarmaður allt sitt líf og hefur einnig mikla PASSION fyrir kennslu. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um kennsluaðferðir og hans einsköku nálgun við tónlist.
Victor Wooten talar mikið um að við þurfum að tileinka okkur barnslegt sakleysi þegar kemur að tónlist, vera óhrædd að gera mistök. Strax í grunnskóla, sem unglingar og sem fullorðið fólk er sífellt verið að dæma okkur – gefa einkunnir og setja einhverja mælustiku á okkar hæfileika eða frammistöðu. Þetta kallar á frammistöðukvíða, við þorum ekki að spila ranga nótu – og ef það gerist (sem það mun!) þá förum við oft á bömmer í skemmri eða lengri tíma… Victor Wooten talar um að fagna mistökum, nóta er ekki endilega röng… hún er bara ekki í réttu samhengi – ef hægt að færa til samhengið þá eru allar nótur „réttar“.
Mér fannst þessi setning hjá Victor Wooten algjör snilld… Jafnvel mistök þín eru verðug…
Even your mistakes are worthy! – Victor Wooten
Fögnum mistökunum, höfum gaman og ekki gleyma að leika sér!