Hold on, I’m coming – kennsla

https://www.youtube.com/watch?v=5rJc-nTTcqI

Hér förum við yfir gítarpartana í soul laginu Hold on I’m coming – sem Sam & Dave gerðu frægt. Við styðjumst hér við upptöku frá í Gamla bíó þann 12. október þar sem Sálartetrið hélt glæsilega soul tónleika. Þór Breiðfjörð syngur.

 

Trommur: Þorvaldur Halldórsson
Bassi: Páll E. Pálsson
Hljómborð: Rafn Hlíðkvist
Bakraddir: Íris Lind Verudóttir og Ragna Björg Ársælsdóttir
Blásarasveit: Snorri Sigurðarson (trompet), Samúel J. Samúelsson (básúna), Haukur Gröndal (saxófónn).
Útsetning, hljómsveitarstjórn og gítar: Bent Marinósson

Látum gítardrauminn rætast!

Það er aldrei of seint að byrja. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða vilt rifja upp gamla takta, þá erum við hér til að aðstoða. Við eigum réttu lausnina fyrir þig til að ná tökum á gítarnum.

Næstu hópnámskeið

Næstu hópnámskeið hefjast:

13. jan // 15. jan

Gítarskólinn býður upp á margvísleg námskeið, hér eru nokkur vinsæl námskeið sem við bjóðum upp á:

Gítar grunnnámskeið 1

Grunnnámskeið í gítarleik. 20 kennslustundir, yfir 20 hljómar, yfir 20 lög og æfingar. Yfir 65 myndbönd sem kenna þér allt það helsta til að koma þér af stað.

Gítar þvergrip

Námskeiðinu er skipt í 14 hluta, með 8 æfingum þar sem við æfum öll 9 hljómaafbrigðin á námskeiðinu. Einnig förum við yfir 4 lög og æfum þvergripin við þau. Á námskeiðinu eru 23 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.

Ukulele  grunnnámskeið

Námskeiðið er byggt upp á 13 kennslustundum þar sem þú lærir 22 hljóma/grip og amk 12 lög. Þú æfir lögin við undirleik hljómsveitar.  Á námskeiðinu eru 40 myndbönd til stuðnings við kennsluefnið.