Kæru vinir og velunnarar,
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á því gamla. Ég vona að þið hafið haft það gott um hátíðarnar, borðað góðan mat og hlaðið batteríin.
Það er alltaf ákveðin tilhlökkun sem fylgir janúar. Nýtt ár er svolítið eins og að setja nýja strengi á gítarinn; hljómurinn verður tærari, bjartari og manni klæjar í fingurna að byrja að spila.
Framundan er spennandi ár hjá Gítarskólanum. Við ætlum að halda áfram að hafa gaman, læra nýja og skemmtilega tónlist og, síðast en ekki síst, spila saman.
Mín ósk fyrir ykkur árið 2026 er að tónlistin fái að fylgja ykkur. Hvort sem það er að hlusta meira, mæta á tónleika eða grípa oftar í hljóðfærið heima.
Hlökkum til að sjá ykkur í tíma!
Bestu kveðjur, Bent Marinósson gitarskolinn.is