Gleðilegt nýtt gítarár!

Kæru vinir og velunnarar,

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samfylgdina á því gamla. Ég vona að þið hafið haft það gott um hátíðarnar, borðað góðan mat og hlaðið batteríin.

Það er alltaf ákveðin tilhlökkun sem fylgir janúar. Nýtt ár er svolítið eins og að setja nýja strengi á gítarinn; hljómurinn verður tærari, bjartari og manni klæjar í fingurna að byrja að spila.

Framundan er spennandi ár hjá Gítarskólanum. Við ætlum að halda áfram að hafa gaman, læra nýja og skemmtilega tónlist og, síðast en ekki síst, spila saman.

Mín ósk fyrir ykkur árið 2026 er að tónlistin fái að fylgja ykkur. Hvort sem það er að hlusta meira, mæta á tónleika eða grípa oftar í hljóðfærið heima.

Hlökkum til að sjá ykkur í tíma!

Bestu kveðjur, Bent Marinósson gitarskolinn.is

Látum gítardrauminn rætast!

Það er aldrei of seint að byrja. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða vilt rifja upp gamla takta, þá erum við hér til að aðstoða. Við eigum réttu lausnina fyrir þig til að ná tökum á gítarnum.

Næstu hópnámskeið

Næstu hópnámskeið hefjast:

13. jan // 15. jan

Gítarskólinn býður upp á margvísleg netnámskeið, hér eru nokkur vinsæl námskeið sem við bjóðum upp á:

Gítar grunnnámskeið 1

Traustur grunnur í gítarleik.
20 kennslustundir • 20+ hljómar • 20+ lög og æfingar • 65+ myndbönd.

Gítar þvergrip

Næsta skref eftir grunnnámið.
Þvergrip kennd í 14 hlutum með æfingum, lögum og 23 kennslumyndböndum.

Ukulele  grunnnámskeið

Grunnnámskeið í ukulele með 13 kennslustundum, 22 hljómum og 12+ lögum.
Æft við undirleik hljómsveitar með stuðningi úr 40 kennslumyndböndum.