Kæru nemendur, foreldrar og tónlistaráhugafólk,
Nú þegar jólin ganga í garð langar mig að senda ykkur mínar bestu kveðjur. Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt og skemmtilegt hér í Gítarskólanum.
Það er fátt sem gefur mér meira en að sjá nemendur ná tökum á nýjum gripum, spila sín fyrstu lög og finna gleðina sem fylgir tónlistinni. Takk fyrir að treysta mér fyrir kennslunni og fyrir að vera hluti af þessu frábæra samfélagi okkar.
Ég vona að þið njótið hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina, borðið góðan mat og náið að slaka vel á. Og hver veit, kannski verður gripið í gítarinn milli jóla og nýárs?
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Jólakveðja, Bent Marinósson
gitarskolinn.is