Gítar og núvitund – er einhver tenging ?

Núvitund, eða Mindfulness, er orðið vinsælt tól til að auka vellíðan og einbeitingu í daglegu lífi. Hugmyndafræði núvitundar á sannarlega við þegar kemur að iðkun tónlistar. Gítarleikur og núvitund er okkar fókuspunktur hér þó þessi umræða eigi við önnur hljóðfæri og tónlistariðkun.

Dýpri tenging

Að spila á hljóðfæri með meðvitaðri nálgun tengjumst við hljóðfærinu á mun dýpri hátt. Með því að vera til staðar í augnablikinu förum við að hlusta nánar eftir blæbrigði tónanna, hvernig gítarinn hljómar og hvernig við getum breytt tónum jafnvel mikið með litlum einföldum hreyfingum. Við skynjum hvernig hendur okkar og fingur hreyfast til að mynda tóna á gítarinn. Hver tónn fær sterkari þýðingu og við finnum jafnvel samhljóm í líkamanum við þá tóna sem við spilum.

Slakandi upplifun og frelsi

Þegar við spilum á gítar af núvitund fáum við ákveðið frelsi frá áhyggjum hversdagsins, við fáum tækifæri til að sleppa fullkomnun og einblínum frekar á upplifunina sjálfa. Þetta gerir spilamennskuna róandi og ánægjulegri þar sem við náum að sleppa væntingum og leyfum tónlistinni að flæða í gegnum okkur.

Margt smátt gerir kraftaverk

Með því að beina athyglinni að smáatriðum eins og fingrahreyfingum, styrkleika, tónmyndun ofl. þá eykst okkar tæknileg færni sjálfkrafa um leið og getur jafnvel stytt okkar ferli að verða betri hljóðfæraleikarar og tónlistarmenn.

Streita og kvíði

Núvitund getur hjálpað til við að draga úr streitu og kvíða, hvort sem tengist lífinu almennt eða tónlistarflutningi. Margir tónlistarmenn þekkja vel til streitu sem tengist flutningi og því álagi sem oft þar fylgir. En svo um leið og fyrsta nótan er spiluð á hljóðfærið þá hverfur streitan á núll einni. Það er oft eins og við komumst í „samband“ við tónlistina og náum að tengja okkur henni af mikilli dýpt. Þetta krefst mikillar æfingar og færni á hljóðfærið að ná þessari tengingu en þegar það tekst er það ævintýri líkast. Öll hljómsveitin verður EITT í tíma og rúmi, allir að spila saman í „núinu“ og allt verður eins og ákveðinn hugsanaflutningur eigi sér stað.

Núvitundaræfing:

Sestu niður með gítarinn og komdu þér þægilega fyrir, veldu þér einhverja nótu – þá fyrstu sem kemur upp í hugann. Spilaðu hana mjúklega og settu athyglina alla þangað, hlustaðu á tóninn, blæbrigði, styrkleika nótunnar, hvernig fingur þínir ýta á gítarnálsinn og hvernig hægri höndin slær tóninn. Veittu athygli hversu langur tóninn er og prófaðu að hafa hann eins langan og þú getur. Veittu athygli hvernig tónninn verður til, hvernig hann rís í styrkleika og hvernig hann deyr hægt og rólega. Prófaðu svo annan tón, annaðhvort dýpri eða hærri og endurtaktu þetta nokkrum sinnum.

Gítarskólinn býður upp á margvísleg námskeið, hér eru nokkur vinsæl námskeið sem við bjóðum upp á:

12. nóvember – 3. desember

4ja vikna gítarnámskeið hjá Ferðafélagi Íslands

13. nóvember – 4. desember

4ja vikna gítarnámskeið í Vogum

Gítar grunnnámskeið 1

Gítar þvergrip

Ukulele  grunnnámskeið