
Gleðilegt nýtt gítarár!
Gleðilegt nýtt ár! Nýtt ár er eins og að setja nýja strengi á gítarinn; hljómurinn verður tærari og manni klæjar í fingurna að byrja. Hlökkum til að sjá ykkur og skapa nýja tónlist saman árið 2026.

Gleðilegt nýtt ár! Nýtt ár er eins og að setja nýja strengi á gítarinn; hljómurinn verður tærari og manni klæjar í fingurna að byrja. Hlökkum til að sjá ykkur og skapa nýja tónlist saman árið 2026.

Margir missa áhugann á gítarnum vegna þess að hann breytist í kvöð fulla af kröfum um árangur og æfingar. Í stað þess að vera dómari ætti gítarinn að vera félagi sem veitir skjól og gleði. Galdurinn felst í því að sleppa pressunni, spila á eigin forsendum – hvort sem það eru fimm mínútur eða einn hljómur.

Nú þegar jólin ganga í garð langar mig að senda ykkur mínar bestu kveðjur. Takk fyrir viðburðaríkt ár og fyrir að vera hluti af okkar frábæra samfélagi. Njótið hátíðanna í botn!

Er of seint að læra á gítar þegar maður er orðinn fullorðinn? Margir burðast með gamlan draum í bakhausnum en láta efasemdir stoppa sig. Lestu hvers vegna núna er í raun besti tíminn til að byrja og hvernig viðhorfið breytist um leið og þú tekur upp gítarinn.

Hvað gefur maður þeim sem á allt? Í stað þess að gefa hlut sem endar ofan í skúffu, gefðu upplifun sem vex með tímanum. Lestu um hvernig gjafabréf í gítarnám getur verið persónulegasta gjöfin í ár – afhent rafrænt innan 24 klst.

Í dag, 16. september, hefði Riley B. King, betur þekktur sem B.B. King, orðið 100 ára. Hann fæddist árið 1925 í Mississippi USA og á æskuárum hans mótaði blúsinn og gospel tónlist líf hans. Hann byrjaði að spila á götum og í kirkjum en síðar flutti hann til Memphis Tennesee, þar sem tónlistarferill hans tók að blómstra.

Í annasömum hvunndeginum erum við eins og fjúkandi plastpoki sem berst eftir vindinum út og suður! Það getur sannarlega verið erfitt að finna tíma til þess að æfa okkur á gítarinn. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það þarf ekki skrilljón klukkutíma á dag til að bæta þig! Gott skipulag á æfingartíma og með einbeittum 15 mínútum á dag getur skipt sköpum. Þú heldur fingrunum liprum, byggir upp vöðvaminni og allt verður betra 🙂

Þetta virðist vera algengur misskilningur meðal fólks að halda að það hafi misst af gítarlestinni og hún lagt af stað frá stöðinni við 12 ára