Gítarinn frá grunni – Gítarnámskeið í Vogum | 13. janúar

29.900 kr.

Flokkur:

Langar þig að læra á gítar í góðum félagsskap og afslöppuðu umhverfi?
Þetta námskeið er hannað sérstaklega fyrir byrjendur og þá sem vilja rifja upp gamla takta. Markmiðið er einfalt: Að þú getir spilað þín uppáhalds lög með sjálfstrausti og gleði.

Á námskeiðinu förum við yfir alla helstu grunnhljómana (vinnukonugripin), lærum um takt og áslátt, og hvernig við setjum þetta allt saman í tónlist. Við leggjum áherslu á að spila mikið í tímunum, því þannig lærist hljóðfærið best.

Availability: Á lager

Hvað lærir þú?

✅ Hljómar: Við lærum yfir 30 hljóma (opin grip/vinnukonugrip) sem duga til að spila þúsundir laga.
✅ Tækni & Líkamsstaða: Rétt handstaða og líkamsbeiting er lykillinn að því að spila áreynslulaust og forðast meiðsli.
✅ Ásláttur & Rytmi: Við lærum mismunandi takttegundir (popp, rokk, blús o.fl.) og hvernig á að nota gítarnögl eða fingur.
✅ Hlustun & Skilningur: Þú færð nýja sýn á tónlist og lærir að heyra uppbyggingu laga („formið“).
✅ Capo: Við lærum að nota capo til að breyta tóntegundum á auðveldan hátt.

Hvernig fer kennslan fram?

Við hittumst einu sinni í viku í 2 klst. í senn. Tímarnir skiptast í kennslu og verklegar æfingar.

  • Kennslan: Kennari fer skref fyrir skref yfir nýtt efni.
  • Æfingar: Við spilum saman sem hópur. Það er ótrúlega gefandi og hjálpar þér að halda takti. Kennari gengur á milli og leiðbeinir hverjum og einum (persónuleg endurgjöf).
  • Heimaæfingar: Eftir hvern tíma færðu aðgang að lokuðu vefsvæði með kennsluefni, æfingum og hljóðdæmum til að æfa þig heima.

Dagsetningar: Kennsla fer fram á þriðjudögum í Tónlistarskóla Voga (Stóru-Vogaskóla).

    1. janúar: 18:30 – 20:30
    1. janúar: 18:30 – 20:30
    1. janúar: 18:30 – 20:30
    1. febrúar: 18:30 – 20:30

Af hverju að velja þetta námskeið?

  • Reyndur kennari: Bent Marinósson hefur yfir 20 ára reynslu og veit nákvæmlega hvar byrjendur rekast á vegg – og hvernig á að komast yfir hann.
  • Gott aðgengi: Þú ert ekki ein/n á báti milli tíma. Vefsvæðið okkar tryggir að þú getir alltaf rifjað upp efnið.
  • Engin pressa: Við erum öll hér til að læra. Það er pláss fyrir feilnótur og hlátur!

Hvað segja fyrri þátttakendur?

„Mér fannst þetta námskeið svo gefandi… Svo gaman að geta spilað saman sem hópur. Ég sé ekki hvernig þetta námskeið gæti orðið betra, það hentaði mér fullkomlega.”

„Hentaði fullkomlega fyrir mitt getu(leysis) stig í gítarleik. Engir fordómar fyrir fölskum tónum heldur allir á svipuðum forsendum. Þolinmæði og áhugi kennara var aðdáunarverður.“

„Hef spilað á gítarinn nær alla daga síðan ég fór í fyrsta tímann og hef mikla ánægju af.“

Praktísk atriði

  • Verð: 29.900 kr. (Munið að nýta Black Friday tilboð ef við á!).
  • Styrkir: Flest stéttarfélög endurgreiða stóran hluta af námskeiðsgjaldinu. Kvittun sendist sjálfkrafa í tölvupósti.
  • Fjöldi: Lágmark 5 manns, hámark 12 manns. (Tryggðu þér sæti tímanlega).

Ekki láta gítarinn safna ryki lengur. Skráðu þig í dag og byrjaðu árið með tónlist!