15 mínútna æfingaráætlun fyrir fullorðið upptekið fólk

Í annasömum hvunndeginum erum við eins og fjúkandi plastpoki sem berst eftir vindinum út og suður! Það getur sannarlega verið erfitt að finna tíma til þess að æfa okkur á gítarinn. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það þarf ekki skrilljón klukkutíma á dag til að bæta þig! Gott skipulag á æfingartíma og með einbeittum 15 mínútum á dag getur skipt sköpum. Þú heldur fingrunum liprum, byggir upp vöðvaminni og allt verður betra 🙂

Við ættum flest að geta fundið 15 mínútur á dag fyrir okkur sjálf til að kúpla okkur úr amstri dagsins og bæta okkur í hæfni á gítarinn.

Hér er 15 mínútna æfingaráætlun sem er gott fyrir þig að prófa fylgja. Við skiptum æfingunni í 5 mínútna lotur.

5 mínútur – upphitun

Byrjaðu rólega, gerðu léttar fingraæfingar bæði á gítarinn og án gítarsins svo sem að gera hnefa og rétta úr fingrum. Passaðu að hafa únliðinn eins beinan og hægt er og hætta ef þú færð verki.

5 mínútur – hljómar eða tækni

Hér er gott að æfa hljóma, bæði að æfa hljómana sem þú kannt og bæta við hljómakunnáttuna. Gott er að æfa líka skiptingu á milli hljóma, það styrkir vöðvaminnið og bætir fingrastyrk einnig.

5 mínútur – spilaðu eitthvað skemmtilegt!

Hér á gleðin að vera við völd! Spilaðu skemmtilegt stef, lag eða bút úr lagi sem þér finnst skemmtilegt. Hér er tilvalið að velja lag sem þér þótti skemmtilegt áður fyrr. Eða jafnvel búa til þitt eigið lag eða stef.

Látum gítardrauminn rætast!

Það er aldrei of seint að byrja. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða vilt rifja upp gamla takta, þá erum við hér til að aðstoða. Við eigum réttu lausnina fyrir þig til að ná tökum á gítarnum.

Næstu hópnámskeið

Næstu hópnámskeið hefjast:

13. jan // 15. jan

Gítarskólinn býður upp á margvísleg netnámskeið, hér eru nokkur vinsæl námskeið sem við bjóðum upp á:

Gítar grunnnámskeið 1

Traustur grunnur í gítarleik.
20 kennslustundir • 20+ hljómar • 20+ lög og æfingar • 65+ myndbönd.

Gítar þvergrip

Næsta skref eftir grunnnámið.
Þvergrip kennd í 14 hlutum með æfingum, lögum og 23 kennslumyndböndum.

Ukulele  grunnnámskeið

Grunnnámskeið í ukulele með 13 kennslustundum, 22 hljómum og 12+ lögum.
Æft við undirleik hljómsveitar með stuðningi úr 40 kennslumyndböndum.