Er ég of gömul/gamall til að byrja spila á gítar ?

Þetta virðist vera algengur misskilningur meðal fólks að halda að það hafi misst af gítarlestinni og hún lagt af stað frá stöðinni við 12 ára aldurinn eða svo. Sannleikurinn er sá að það er aldrei of seint að byrja. Við þurfum þó auðvitað að sníða okkur stakk eftir vexti og gera okkur grein fyrir því að manneskja yfir sjötugt er ekki eins liðug í fingrunum og 14 ára unglingur, en það er bara allt í lagi! Aðal markmiðið með þessu öllu er að hafa gaman og njóta þess sem við erum að gera, ekki satt ?

Jákvæðir þættir við tónlistariðkun og gítarspil

Það er heill hellingur af jákvæðum þáttum sem tengjast gítarleik og hljóðfæraleik almennt. Hér eru nokkrir þættir sem sannarlega vert er að nefna.

  • Minnkar streitu – tónlistariðkun getur hæglega virkað mjög róandi á taugakerfið og veitt okkur mikla slökun.
  • Eykur sjálfstraust og færir okkur tilgang – að setja sér markmið og sigrast á þeim færir okkur bæði tilgang og eykur sjálfstraust.
  • Eykur vellíðan – að spila eitthvað sem þér finnst fallegt og skemmtilegt eykur vellíðan um leið.
  • Hvetur til núvitundar og slökunar – að spila á hljóðfæri krefst einbeitingar og getur verið hugleiðslukennt.
  • Heilaleikfimi – heilalínurit hafa sýnt fram á það hve mikil virkni verður í heilanum við hljóðfæraleik, það er óhætt að líkja því við flugeldasýningu. Það er því óumdeilt að hljóðfæraleikur hefur mjög jákvæð áhrif á heilastarfsemi, minni og hreyfigetu.
  • Bætir samhæfingu handa og fingra – reglulegt gítarspil eykur samhæfingu og fínhreyfingar.
  • Bætir tengsl við annað fólk – að spila tónlist með öðrum tengir þig með undraverðum hætti við aðra. Það er eins og það sé ósýnilegur þráður sem tengir fólk saman í tónlist.
  • Bætt einbeiting í öðrum verkefnum – ef þú tekur þér hlé frá amstri dagsins og spilar stuttlega á hljóðfæri þá getur það aukir framleiðni þína í öðrum verkefnum þínum.

Hvenær er best að byrja að spila á gítar ?
Hafir þú ekki byrjað nú þegar þá er besti tíminn…. NÚNA! Það er ekki eftir neinu að bíða.

Gítarskólinn býður upp á margvísleg námskeið, hér eru nokkur vinsæl námskeið sem við bjóðum upp á:

Gítar grunnnámskeið 1

Gítar þvergrip

Ukulele  grunnnámskeið