NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LÆRA Á GÍTARINN HEIMA!

Við hjá Gítarskólanum bjóðum upp á 16 vikna fjarnámskeið á gítar og einnig einkatíma í fjarkennslu.

Vertu hjartanlega velkomin/n á gítarnámskeið hjá okkur!

16 VIKNA GÍTARNÁMSKEIÐ

 • Námskeiðið er sérsniðið að þörfum byrjenda
 • Farið er í öll helstu grunnatriðin í gítarleik
 • Allt kennsluefni á Íslensku
 • Þú færð senda 1 gítartíma á viku í 16 vikur
 • Yfir 100 myndbönd og mikið af aukaefni (t.d tóndæmi og undirspil)
 • Þú hefur alltaf beinan aðgang að kennara í gegnum netið
 • Þú lærir þegar þér hentar
 • Þú færð aðgang að lokuðum Facebook hópi
 • Þú hefur heilt ár til að fara í gegnum efnið
 • Þú lærir á þínum hraða
 • Regluleg myndbönd með aðhaldi og þar sem spurningum nemenda er svarað.
 • Við bjóðum upp á að skipta greiðslum. Sendu okkur tölvupóst á skraning(at)gitarskolinn.is
 • Athugið að flest stéttarfélög veita styrki til námskeiða. Athugaðu hjá þínu stéttarfélagi.
 • Þú getur byrjað strax í dag!

Nánar um námskeiðið

 • Allt kennsluefni námskeiðsins er á Íslensku

 • Nótnastafrófið útskýrt

 • Við förum í TAB kerfið sem einfaldar allan „nótnalestur“ á námskeiðinu til muna

 • Við förum yfir blús- og pentatóníska tónstiga

 • Við förum yfir grundvallaratriði varðandi spuna (spila „sóló“)

 • Við lærum nöfn allra nótna á gítarhálsinum

 • Við skoðum og tileinkum okkur góða handstöðu

 • Við förum í algengustu takttegundir + áslátt

 • Við lærum nokkur þekkt lög (laglínu og hljóma)

 • Við lærum einfalda tónstiga í dúr og moll

 • Við förum yfir algenga hljómaganga

 • Við förum ítarlega í hvernig skuli stilla gítarinn og mismunandi leiðir til þess

 • Við förum yfir tækni hægri og vinstri handar

 • Við skoðum algenga blús-hljómaganga

 • Námskeiðið tekur mið af aðalnámskrá tónlistarskóla og nýtist því vel fyrir þá sem vilja byggja sterkan grunn eða huga á frekara tónlistarnám

Kennari á námskeiðinu

Kennari námskeiðsins er Bent Marinósson. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af gítarkennslu og hefur sótt fjölda einkatíma hjá gítarleikurum og numið við Jazzdeild og Kennaradeild tónlistarskóla FÍH þar sem hann nam gítarleik hjá Birni Thoroddsen, Hilmari Jenssyni og Þórði Árnasyni.

Umsagnir nemenda

Þetta var akkurat sem ég þurfti.  Ég vinn vaktavinnu þannig að það hentaði mér mjög að geta farið yfir efnið á mínum hraða.  Mér finnst framsetningin góð og auðvelt að skilja. Ég hef líka fengið greiðagóð svör við öllum mínum vandræðum með gítarinn. Mjög ánægður.

Magnús Pétursson

Mér er búið að langa lengi í gítarnám en aldrei haft tíma eða tækifæri til.  Með þessu stökk ég á tækifærið og sé ekki eftir því, ég get glamrað á gítarinn þegar mér hentar og námið skipulega uppsett.

Jóna Stefánsdóttir

Skemmtilegt og vel uppsett námskeið. Hentar mér mjög vel að geta stjórnað námshraðanum.  Búið að vera langþráður draumur lengi og gaman að láta það eftir mér loksins og sé ekki eftir því!

Guðrún Pétursdóttir

Alveg upp á 10!  Ég er mjög ánægður með kennsluna sem ég fékk.

Sigurður Jónsson

NÁMSEFNIÐ EINNIG Í APPI

Þú hefur einnig aðgang að námskeiðinu í gegnum app
og getur haft það með þér í snjalltækinu þínu hvert sem þú ferð, óháð netsambandi!

GÍTAR EINKATÍMAR Í FJARKENNSLU

 • 4 tímar eða 8 tímar
 • Einkatímar í gegnum netið

 • Einn eða tveir einkatímar í viku
 • Gítartími þegar þér hentar í samkomulagi við gítarkennara
 • Hentar byrjendum sem lengra komnum

ÖRFÁ SÆTI LAUS

Vegna fjölda áskorana höfum við bætt við 10 plássum í einkatíma.  Einnig viljum við benda á fjarnámskeiðið okkar en það eru einnig takmörkuð sæti í boði.  Tryggðu þér pláss í einkatíma eða á námskeið.  Reglan er; fyrstur kemur, fyrstur fær!

Umsagnir nemenda

Ég er sjálfmenntaður gítargutlari og búinn að vera að spila í óteljandi partíum og einnig á ýmsum skemmtunum í hartnær 50 ár.
Hjá mér var löngun að læra eitthvað á gítar en vissi í sjálfu sér ekki hvað, ég hafði samband við Gítarskólann og það tók Bent gítarkennara aðeins um það bil 15 mínútur að greina hvar ég var staddur gítarlega og í hvaða átt ég vildi fara. Tímarnir voru spennandi þar sem ég var bæði að læra ný grip og að spila „gömul“ grip öðruvísi en ég hafði gert ásamt því að reyna að spila með réttri handstöðu en það tekur á að muna eftir því fyrir gamlan gítargutlara. Andrúmsloftið í tímunum var þægilegt og allar leiðbeiningar og leiðréttingar voru settar fram í rólegheitum jafnvel þó það þyrfti að endurtaka þær nokkrum sinnum.
Einnig var farið í smá teoríu varðandi hljóma uppbyggingu og það gert í þannig skömmtum að ég skildi það sem fram fór og það kveikti síðan áhuga á að læra meira. Þetta form á kennslu hentaði mér mjög vel og ég er mjög ánægður með mínar framfarir bæði meðan á kennslunni stóð og einnig eftir að henni lauk.

Jóhannes Hilmisson

TEST

dlskjædlkj dælkjfd sælkfjd æsflkjs æaflije æfliej afæijf æaeifj æaeijf