fbpx

GÍTARSKÓLASJOPPAN

Útilegu- & partýspilarinn

kr.24,900

Er gítarinn klár í útileguna eða í næsta partý ?

Við hjá Gítarskólanum erum á fullu þessa dagana að leggja lokahönd á námskeið sérstaklega fyrir þig sem hefur alltaf langað að spila með í næstu útilegu eða partýi.

Námskeiðið hefst frá 10. júní n.k. Við bjóðum námskeiðið á sérstöku forkaupsverði, kr. 19.900.  Fullt verð er kr. 24.900.

Námskeiðið er svokallað netnámskeið sem eru mjög vinsæl núna, það byggist upp á yfir 50 myndböndum sem þú getur horft á þegar þér hentar.  Myndböndin leiða þig áfram skref fyrir skref.  Þú hefur heilt ár til að fara í gegnum námskeiðið en það er byggt upp með það í huga að flestir ættu að ná ágætum tökum á efninu eftir um 2-3 góðar vikur af æfingum.

Flokkur:

Er gítarinn klár í útileguna eða í næsta partý ?

Við hjá Gítarskólanum erum á fullu þessa dagana að leggja lokahönd á námskeið sérstaklega fyrir þig sem hefur alltaf langað að spila með í næstu útilegu eða partýi.

Námskeiðið er svokallað netnámskeið sem eru mjög vinsæl núna, það byggist upp á yfir 50 myndböndum sem þú getur horft á þegar þér hentar.  Myndböndin leiða þig áfram skref fyrir skref.  Þú hefur heilt ár til að fara í gegnum námskeiðið en það er byggt upp með það í huga að flestir ættu að ná ágætum tökum á efninu eftir um 2-3 góðar vikur af æfingum.

Við reynum okkar besta að setja efnið fram með sem skýrum og einföldum hætti þannig að þú getir komist af stað sem fyrst. Námskeiðið er byggt upp með það í huga að stytta þér leiðina að partý/útileguspileríi.

Hefbundið gítarnám er yfirgripsmikið og því gerðum við þetta námskeið sem snýr að þessum hluta gítarleiks.

Námskeiðiðinu er skipt niður í eftirtalda hluta:

Grunnur: Þarna förum við í algjöran grunn, hvernig á að halda á gítarnum, hvernig sé gott mynda tóna með sem bestum hætti, stilla gítarinn ofl.

Hljómar: Við förum yfir 17 helstu grunn gripin/hljóma og skoðum þau í nokkrum útfærslum eins og við á. Hljómarnir eru allir útskýrðir með myndbandi og gefin ráð við hvern og einn sem gott er að hafa í huga við að spila þá.

Tækni: Þarna förum við yfir nauðsynleg atriði eins og að spila með gítarnögl, og hvernig við notum fingur hægri handar til að spila hljóma.

Ásláttur: Í þessum hluta förum við yfir áslátt og algengustu takttegundir.

Þvergrip: Við förum þarna yfir grunninn í þvergripum og förum yfir öll helstu þvergrip, dúr og moll ásamt góðum ráðum til að ná tökum á þeim í hvelli :)

Það má líta á þetta námskeið sem „hraðnámskeið“ þar sem við förum tiltölulega hratt yfir efnið til að koma þér af stað sem fyrst. Eins og fyrr segir þá hefur þú heilt ár til að fara í gegnum efnið.  Þannig getur þú tekið þér þann tíma sem þér vilt í yfirferð efnisins og horft á myndböndin eins oft og þurfa þykir.

Einnig fylgir námskeiðinu aðgangur að gítarkennara í heilan mánuð þar sem þú getur spurt og fengið svör við spurningum sem brenna á þér. Við viljum að þú náir árangri og við erum hér til að hjálpa!