Einkatímarnir fara fram í gegnum netið þar sem þú talar beint við gítarkennara. Í boði er að kaupa stakan tíma, 4 tíma í einu eða 8 tíma í einu.
Almennt um einkatímana:
- Gítartímarnir eru 30 mínútur að lengd.
- Námsefnið er sniðið að þínum þörfum.
- Gítartímar eru skipulagðir þannig að kennsla fari fram þegar þér hentar.
- Þú færð aðgang að einkasvæði á netinu með sérútbúnu kennsluefni fyrir þig.
- Kennsluefnið er einnig aðgengilegt í gegnum app sem þú getur nálgast með snjallsímanum þínum eða öðru snjalltæki.