GÍTARNÁMSKEIÐ Í FJARKENNSLU

GÍTAR FJARNÁMSKEIÐ

HÖFUM BÆTT VIÐ NOKKRUM PLÁSSUM! – ATHUGIÐ, TAKMARKAÐ FRAMBOÐ

Í ljósið aðstæðna höfum við bætt við sætum í fjarkennsluprógrammið okkar þar sem þú átt þinn reglulega gítarrtíma með gítarkennara. Námið er sérsniðið að þínum þörfum og áhuga.

  • Kostir við þetta fyrirkomulag
  • Kennsluefni snersniðið að þínum þörfum
  • Útbúnar æfingar sérstaklega fyrir þig
  • Þú getur stundað sem er á landinu eða í heiminum
  • Hámarksárangur á skömmum tíma
  • Aðhald
  • Fínt fyrir þá sem hafa einhvern grunn en vilja skerpa á tækninni
  • Gott fyrir þá sem vilja læra nýja hluti, sbr. ná tökum á þvergripum, spila sóló ofl.

 

UM GÍTARTÍMANA

Þú færð átt þinn gítartíma á þeim tíma sem þér hentar.  Námskeiðið hentar byrjendum vel sem og þeim sem vilja rifja upp grunnatriði gítarleiks og koma sér aftur af stað. Nemendur hafa greiðan aðgang að kennara á meðan námskeiðinu stendur og hann svarað þeim spurningum sem upp koma. Námskeiðið er byggt upp á myndböndum, fyrirlestrum og tölvupóstum. Kennari mun senda ítarefni og annan fróðleik á meðan námskeiðinu stendur.

 

EFNISTÖK

Á námskeiðinu verður farið í hvernig á að velja gítar sem hentar, hver sé helsti munurinn á tegundum gítara. Farið verður ítarlega í hvernig gítarinn er stilltur, helstu gítargrip, ásláttur, algengustu takttegundir, nota gítarnögl, spilum lög, fjöllum um tónflutning laga og þvergrip.

 

MARKMIÐ

Námskeiðið byggist upp á 15 gítartímum þar sem farið verður í öll grunnatriði gítarleiks.  Að loknu námskeiðinu ættu nemendur að hafa öðlast færni til að spila algeng dægurlög eftir hljómablaði.

SKRÁNING / SENDA FYRIRSPURN

Gítarfjarnám
Sending

guitar_125162981

KENNARINN

Kennari námskeiðisins er Bent Marinósson.  Hann býr yfir mikilli reynslu í gítarkennslu og hefur kennt á gítar í yfir 20 ár, meðal annars í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskóla Árbæjar og Tónlistarskóla Grundarfjarðar.  Hann stundaði nám í jazzgítarleik og í kennaradeild tónlistarskóla FÍH. Í náminu sótti hann gítartíma hjá Birni Thoroddsen, Hilmar Jenssyni og Þórði Árnasyni.

STAÐSETNING