Já svo sannarlega! Þetta námskeið er hannað fyrir byrjendur. Við teljum þó að um 11-12 ára aldurinn væri svona það yngsta sem við mælum með í þetta námsfyrirkomulag. Aðallega vegna líkamlegrar stærðar og styrks sem er nauðsynlegur til að valda hljóðfærinu almennilega.