fbpx
gamli skolinn-thumbnail 720-2

Gamli skólinn (intro) – Mannakorn

Hér skoðum við byrjunina á laginu Gamli skólinn með hljómsveitinni Mannakorn.

Ég hef örugglega heyrt þetta lag nokkur hundruð sinnum en aldrei pælt í byrjunarstefinu fyrr en nú um daginn.   Eins og við vitum þá er Magnús Eiríksskon ekki bara frábær lagahöfundur heldur en hann snilldar gítarleikari og á fjölmargar gítarlínur sem eru sannkallaðir gullmolar í íslenskri tónlistarsögu.

Magnús Eiríksson rak lengi hljóðfæraverslunina RÍN sem á sér merka sögu í tónlistarsögu landsins.  Til dæmis í einni búðarferðinni fann Bubbi Morthens þar sér nokkra meðleikara til að leika með sér á sinni fyrstu sólóplötu, Ísbjarnarblús.   Ég var sjálfur fastagestur í RÍN þegar ég var við nám í Iðnskólanum sem var þar rétt hjá, alltaf mætti maður góðu viðhorfi Magnúsar og ekkert mál að fá að prófa öll hljóðfærin sem maður vildi.

Það var mikil ánægja að fara yfir þessu flottu línur í lagi Magnúsar, Gamli skólinn, og greina aðeins hvað er í gangi og mögulega hvernig hann nálgast þessa hljómaröð.   Brotnir hljómar (arpeggio) er lykillinn að þessu intro, og mikilvægt fyrir gítarleikara að þekkja hljómana út um allan hálsinn og einnig brotnu hljómana.

 

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter

VINSÆLAR VÖRUR