fbpx
brekkusongur2021-03

Brekkusöngur 2021 – lagaval og tóntegundir

Í kvöld var frumraun Magnúsar Kjartans Eyjólfssonar að leiða Brekkusöng í Herjólfsdal. Hann leysti það verkefni með stakri prýði, það er sannarlega ekki auðvelt að taka við að forvera sínum og ekki síst erfitt að halda uppi „fjöldasöng“ fyrir tómum Herjólfsdal en vita um leið af þúsunum áhorfenda heima í stofu.

Ég sat heima í stofu að hlusta á Brekkusönginn og skrifaði ég niður lagalistann og tóntegundir, vonandi hefur einhver gagn og gaman af.

Minning um mann. Em
Ljúft að vera til. G
María, María. C grip (CAPO á 2. bandi – tóntegund = D)
Kátir voru karlar. C grip (CAPO á 2. bandi – tóntegund = D)
Komdu inn í kofann minn. C grip (CAPO á 2. bandi – tóntegund = D)
Ljúfa Anna. A
Traustur vinur. G
Þú veist hvað ég meina mær. C
Nína. F
Vertu til (er vorið kallar á þig). Em
Á Sprengisandi. Em
Viltu með mér vaka í nótt. Em
Kveikjum eld. G
Vor í Vaglaskógi. Em grip (CAPO á 2. bandi = F#m)
Ofboðslega frægur. F
Í síðasta skipti. C
Ríðum og ríðum (Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn). C grip (CAPO á 2. bandi – tóntegund = D)
Kvöldsigling (Bátur líður út um eyjasund). G
Álfheiður Björk. D
Ég fann þig (Loksins ég fann þig, líka þú sást mig). A
Stál og hnífur. Em
Litla flugan. G
Bjartar vonir vakna. Em grip (CAPO á 3. bandi – tóntegund = Gm)
Vegbúinn. G grip (CAPO á 5. bandi – tóntegund = C)
Söknuður. F
Hjálpaðu mér upp. Am
Ég veit þú kemur í kvöld til mín. C grip (CAPO á 1. bandi – tóntegund = C#)

 

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter

VINSÆLAR VÖRUR