fbpx
utileguspilarinn

Hvað þarf ég að kunna til að spila með í næstu útilegu ?

Margir hafa þann draum að spila með í næstu útilegu eða partýi. Sumir óttast að það sé of flókið og það sé þeim ofviða. Í rauninni er svona „partýspilamennska“ nokkuð einföld, það sem þú þarft er ágætis grunnur til að styða við þig.

Kunna gripin

Gítarhljómar eða „gítargrip“ eins og þeir eru stundum kallaðir eru ákveðið margir, á grunnnámskeiðinu hjá okkur hér í Gítarskólanum kennum við 17 gítargrip með mismunandi útfærslum. Þannig að verkefnið er alls ekkert óyfirstíganlegt og lang flestir ættu að geta náð tökum á þeim tiltölulega fljótt.

Gítarhljómarnir skiptast í þetta hefbundna; dúr og moll og sjöundarhljóma.

 

Geta skipt tiltölulega hratt á milli gripa/hljóma

Þetta kemur með æfingunni, engar áhyggjur! Stóra málið er að vera meðvitaður um hvar í taktinum maður er og hvenær næsti hljómur á að spilast. Yfirleitt eru hljómaskipti í upphafi takts, þeas þegar við teljum t.d. Einn-Tveir-Þrír-Fjór… þá kemur byrjar hljómurinn oftast á „einum“, þeas EINN. Þannig að þegar við erum búin að spila hljóminn á EINUM, þá getum við hreinlega farið að undirbúa skiptin á næsta EINN. Þannig höldum við góðu flæði í tónlistinn. Og þetta hentar sérlega vel þegar aðrir reyndari spilarar eru með manni þá skiptir það minna máli þó maður „detti út“ við og við…. en aðal málið er að halda flæðingu gangandi með því að spila hljómana á réttum stöðum, sumsé átta sig á talningunni og hvar við eigum að koma inn. Hljómaskiptin milli EINN í töktum taka minni og minni tíma eftir því sem við æfum okkur í þessu, en það er þó gott að hafa þessi atriði í huga upp á flæðið að gera.

 

Kunna nota gítarnögl og „plokka“ með fingrunum

Mismunandi lög krefjast mismunandi tækni. Það er mikilvægt fyrir okkur sem gítarleikara að geta tileinkað okkur þá tækni sem lagið krefst. Í svona útilegu- og partýspilamennsku þá er það oft „strömmið“ með gítarnögl sem er málið. Það skapar meiri og hærri hljóm úr gítarnum. Þá er mikilvægt fyrir okkur að velja rétta gítarnögl og kunna með hana að fara. Ef við missum gítarnöglina en viljum ekki/getum ekki hætt að spila þá er mikilvægt fyrir okkur að kunna að nota puttana okkar og neglurnar okkar til að skapa þá tóna sem við viljum.

 

Kunna mismunandi takttegundir sem eru í algengum lögum

Takturinn er grunnurinn að laginu. Algengustu takttegundir í vestrænni tónlist eru 4/4 og 3/4. 4/4 er fjórskiptur taktur og er lang algengastur. Við höfum öll heyrt trommara öskra „Einn-tveir-þrír-fjór…“. Þá er hann akkurat að telja inn í lag sem er fjórskipt, þ.e.a.s 4/4. Þrískiptur taktur er einnig algengur, en þó sjaldgæfari en fjórskiptur. Flestir hafa heyrt um „vals“, sbr. „sjómannavals“, það er þrískiptur taktur, t.d. 3/4. Þegar talið er inn í þrískiptan takt þá er talið: einn-tveir-þrír.

Kunna áslátt

Takturinn er hjarta tónlistarinnar. Ásláttur er lykill okkar gítarleikara til tjáningar á taktinum, því er ásláttur mjög mikilvægur. Áslátturinn er sambland af mörgum atriðum, sbr. tækni hægri- og vinstri handa, hreyfingar á olboga/úlnliðs og notkun á gítarnögl eða fingrum. Það er mjög mikilvægt að kynna sér helstu ásláttarmynstur („strumming patterns“) og ná tökum á þeim.

Vera meðvituð um „góða“ tækni

Það er mikilvægt að tileinka sér góða tækni, bæði með hægri- og vinstri hönd. Ef við tileinkum okkur slæma tækni þá getur það leitt til óþæginda og jafnvel meiðsla. Ég var sjálflærður gítarleikari lengst framanaf og hafði tileinkað mér slæma ósiði hvað varðar handstöðu og tækni, þetta leiddi til verulega mikilla óþæginda og meiðsla, ég fékk alvarlega sinaskeiðarbólgu og það tók mig nokkur ár að vinna mig út úr henni og þarf enn að passa mig!

Því legg ég ofuráherslu hjá öllum mínum nemendum að þeir tileinki sér góða handstöðu og tæki sem skilar þeim betri árangri og ánægju.

Námskeiðið Útilegu- og partýspilarinn

Við hjá Gítarskólanum bjóðum upp á námskeiðið „Útilegu- og partýspilarinn“. Á þessu námskeiði förum við yfir öll ofantalin atriði og meira til. Markmið með námskeiðinu er að hjálpa fólki að láta draum sinn rætast að geta spilað einföld lög undir söng, hvort sem um er að ræða í útilegu eða í næsta partýi.

Nánari upplýsingar og skráning: https://gitarskolinn.is/sjoppan/utilegu-og-partyspilarinn/


 

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter