fbpx
bonecaster-04

Bjó til gítar úr beinagrind frænda síns!

Prince Midnight, þungarokkari í Tampa, Florida, hefur búið til mjög sérstakan gítar. Beinagrind gítarsins er bókstaflega úr beinagrind, og ekki bara hvaða beinagrind sem er… heldur úr beinagrind frænda hans!

Frændi hans, Filip, lést 26 ára í mótorhjólaslysi í Grikklandi árið 1996 og beinagrind hans var ráðstafað til framhaldsskóla á svæðinu.

Um 20 árum síðar enduðu líkamsleifar Filips í kirkjugarði í Grikklandi og fjölskyldu hans gert að greiða kirkjugarðsgjöld reglulega. Eftir því sem fjölskyldan segir þá var ekki hægt að brenna Filip í Grikklandi af trúarlegum ástæðum þar í landi.

Með hjálp útfararstofu í Tampa gat Prince Midnight fengið bein Filips frænda send heim frá Grikklandi. Málið varð flóknara þegar hann neitaði að kaupa pláss í kirkjugarðinum fyrir Filip frænda. Beinagrind Filips frænda var í bútum í kassanum sem hann fékk, eftir að hafa virt þetta fyrir sér og sýnt vinum sínum beinin kom þessi hugmynd upp – að gera gítar úr Filip frænda!

Filip frændi var svo mikill þungarokkari að okkur fannst tilvalið að gera úr honum gítar!

Prince Midnight

Þannig varð gítarinn Filip Skelecaster til!  Og er þar gítarsmiðurinn að vísa til orðsins Skeleton (beinagrind) og gítarana frá framleiðandanum Fender sem hefur framleitt týpurnar Telecaster og Stratocaster við góðan orðstír í meira en hálfa öld.

Filip Skelecaster
Gítarinn úr Filip frænda, Filip Skelecaster

Þeir sem ég þekkti og voru kunnugir gítarsmíði sögðu að gítar út beini myndi ekki hljóma eins vel og gítar úr við, „mér var slétt sama“, sagði Prince Midnight um smíðina.

Gítarsmíðin var frekar flókin því hann þurfti að sjóða stálstöng við hrygginn og tengja við gítarhálsinn og sjá til þess að brúin og hálsinn liggi alveg lárétt þannig að strengirnir nái að hljóma.

Gítarsnúruna tengir hann í mjöðmina á frænda og þaðan fer hljóðið í gítarmagnarann þar sem þeir frændur búa til ærleg hljóð!

Prince Midnight segist hafa mætt smá andspyrnu við hugmyndir sínar, og þá sér í lagi frá móður sinni sem taldi þetta verk kölska.

„Þú veist hvernig mæður eru…“, segir hann en jafnframt segir hann hafa spurt hana „hvort helduru að Filip frændi myndi vilja dúsa í einhverjum viðarkassa ofan í jörðinni eða rokka með mér?“

Hvort helduru að Filip frændi myndi vilja dúsa í einhverjum viðarkassa ofan í jörðinni eða rokka með mér?

Prince Midnight

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter

VINSÆLAR VÖRUR