fbpx
guitar-164835

Að stilla gítarinn með ókeypis appi

Það er fátt verra en að reyna að spila á falskan gítar og við þurfum að vera fær um að geta stillt gítarinn.

Mikið úrval er af góðum forritum fyrir snjallsíma sem við getum notað til þess að stilla gítarinn okkar. Eitt af því einfaldasta sem er í boði er forritið GuitarTuna þar sem viðmótið er bráðsnjallt og þægilegt í notkun. Best er að nota ekki “Auto” möguleikann og segja forritinu hvaða streng við ætlum að spila því ef gítarinn er mjög falskur þá getur forritið rangtúlkað hvaða streng við erum að spila. Betra er að segja forritinu hvaða streng við ætlum að stilla því þá gefur forritið okkur vísbendingu um hvort við þurfum að strekkja eða slaka á viðkomandi streng til að hann sé réttur.

GuitarTuna forritið er ókeypis og hægt að sækja í AppStore hjá Apple fyrir iOS tæki en það er einnig fáanlegt fyrir Andoid tæki.

Hér fer ég yfir þetta app og sýni þær grunnfúnskjónir sem nauðsynlegt er að kunna á.

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter