fbpx
gitar-hYPvcTzgxHw

Er ég of gamall/gömul til að læra á gítar ?

Við erum með nemendur á öllum aldri, allt frá ungum krökkum upp í heldra fólk.

Áhuginn er númer eitt!

Mikilvægast er að áhuginn sé til staðar.  Ef hann er það þá er aldurinn algjörlega afstæður!  Bara frábært að njóta þess að læra nýja hluti og hafa gaman!

Þolinmæði er mikilvæg

Í þessu sem öðru þá er þolinmæðin mikilvæg, við erum öll misfljót að ná tökum á hljóðfærinu.  Stundum örlar á óþolinmæði hjá þeim sem eldri eru, en þá er bara að minna sig á að allir nýir hlutir taka tíma og gott að rifja upp hvað tók mann langan tíma að læra að hjóla, binda skóreimar ofl. – þetta kemur allt!  Bara flýta sér hægt og njóta ferðalagsins!

Komdu með!

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið nánar, vertu endilega í bandi og við leiðbeinum þér með næstu skref.

Deila færslu

Share on facebook
Share on twitter