fbpx
Gítarnámskeið – algengar spurningar2020-06-12T22:45:20+00:00

ALGENGAR SPURNINGAR

Hér reynum við að svara þeim algengu spurningum sem við höfum fengið. Ef þú ert með spuringu sem er ekki svarað hér, ekki hika við að hafa samband við okkur og við svörum þér um hæl!

Ef ég skil ekki eitthvað á námskeiðinu ?2020-06-12T22:47:44+00:00

Ef það er eitthvað sem þú átt erfitt með að ná eða skilja þá munum við glaðlega hjálpa eins og við mögulega getum! Þú getur alltaf haft samband við okkur og við leiðbeinum þér. Við viljum að þér gangi vel og viljum kappkosta að þú fáir sem mest út úr þessu námskeiði.

Þegar ég er búinn með námskeiðið, missi ég aðgang að efninu ?2020-06-12T22:34:06+00:00

Nei, þú hefur aðgang að efninu í heilt ár frá þeim degi sem þú hófst námið þannig að í raun getur þú tekið námskeiðið algjörlega á þínum hraða innan 12 mánaða. Ef þú ert að nálgast 12 mánuðina og ert ekki búinn að fara yfir efnið þá er það ekkert mál! Hafðu bara samband við okkur og við reddum því!

Hvernig virkar þetta námskeið ?2020-06-12T22:31:31+00:00

Námskeiðið virkar þannig að þú færð senda til þín gítartíma og þú hefur aðgang að þeim inn á þínu svæði. Þar getur þú horft á myndböndin, farið yfir ítarefni og spilað með undirspilinu sem fylgja oft með kennslustundunum. Hafir þú einhverjar spurningar geturu alltaf haft samband við kennara og fengið hjálp.

Hentar þetta námskeið byrjendum ?2020-06-12T22:39:55+00:00

Já svo sannarlega! Þetta námskeið er hannað fyrir byrjendur. Við teljum þó að um 11-12 ára aldurinn væri svona það yngsta sem við mælum með í þetta námsfyrirkomulag. Aðallega vegna líkamlegrar stærðar og styrks sem er nauðsynlegur til að valda hljóðfærinu almennilega.

Get ég notað kassagítar á námskeiðinu ?2020-06-12T22:24:17+00:00

Já svo sannarlega! Námskeiðið er hannað með það í huga að þú getir notað þann gítar sem þú átt og vilt spila á. Hvort sem það er kassagítar, rafmagnsgítar eða klassískur gítar.

Fyrir hvaða aldur er þetta námskeið ?2020-06-12T22:39:31+00:00

Við segjum almennt að þetta námskeið henti 12 ára og upp úr. Við teljum að um 11-12 ára aldurinn væri svona það yngsta sem við mælum með í þetta námsfyrirkomulag. Aðallega vegna líkamlegrar stærðar og styrks sem er nauðsynlegur til að valda hljóðfærinu almennilega.

Ef ég er ekki ánægð/ánægður ? Fæ ég endurgreitt ?2020-06-12T22:50:26+00:00

Við viljum kappkosta að þú fáir það sem þú ætlar þér út úr þessu námskeiði og erum boðin og búin að hjálpa eins og við getum. En ef af einhverjum ástæðum þú ert ekki ánægð/ánægður með námskeiðið þá bjóðum við þér fulla endurgreiðslu ef þú hefur samband við okkur innan 14 daga frá því að námskeiðið hófst.

Top Sliding Bar

This Sliding Bar can be switched on or off in theme options, and can take any widget you throw at it or even fill it with your custom HTML Code. Its perfect for grabbing the attention of your viewers. Choose between 1, 2, 3 or 4 columns, set the background color, widget divider color, activate transparency, a top border or fully disable it on desktop and mobile.

Recent Tweets

Newsletter

Sign-up to get the latest news and update information. Don't worry, we won't send spam!

[contact-form-7 id="3145" title="Sliding Bar Form"]
Go to Top