Framhaldsnámskeið í gítarleik hjá FÍ // 4 vikna námskeið // 15. janúar
29.900 kr.
Taktu gítarleikinn á næsta stig! Þetta 4 vikna framhaldsnámskeið er hannað fyrir þig sem hefur lokið grunnnámskeiði eða kannt helstu grunnhljómana.
Hér opnum við gítarhálsinn upp á gátt! Við náum tökum á þvergripum, sem gerir þér kleift að spila nánast hvaða lag sem er. Við bætum einnig ásláttartæknina, lærum að nota capo til að breyta tóntegundum og njótum þess að spila saman í góðum hópi.
Innifalið:
✅ 8 klst af verklegri kennslu (4 skipti).
✅ Aðgangur að vönduðu kennsluefni á lokuðu vefsvæði/appi.
✅ Leiðsögn frá reyndum kennara (Bent Marinósson).
Hvar og hvenær?
📍 Staðsetning: Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6.
📅 Tími: Fimmtudagar kl. 18:30 – 20:30.
🚀 Upphaf: Fimmtudagur 15. janúar 2026.
Verð og styrkir:
Almennt verð er kr. 29.900 en kr. 25.900 fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands.
Ath! til að tryggja þér FÍ meðlimaafsláttinn notar þú afsláttarkóðann „fifelagi“ í netversluninni (án gæsalappa).
Mundu að kanna rétt þinn til niðurgreiðslu hjá stéttarfélagi.
Athugið varðandi afslætti: Þar sem um samstarfsverkefni við Ferðafélag Íslands er að ræða, gilda almennir afsláttarkóðar (s.s. Black Friday) ekki um þetta námskeið. Félagsmenn FÍ fá hins vegar sérstakan afslátt (sjá leiðbeiningar hér að ofan).
Availability: Á lager
Þetta er fjögurra vikna námskeið sem byggir ofan á námskeiðið „Gítarinn frá grunni“. Á námskeiðinu dýpkum við skilninginn á gítarhálsinum, lærum öll helstu þvergripin ásamt fleiri hljómum. Sú kunnátta gerir okkur kleift að spila nær öll lög sem okkur dettur í hug.
Kennslustundir eru einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn.
Efnisatriði námskeiðsins:
Við gerum tækniæfingar og spilum lög.
Við lærum fjölmarga nýja hljóma og algengar hljómaraðir.
Farið er yfir spilatækni, bassatóna og „ghost“-nótur til að krydda gítarleikinn.
Við lærum að nota capo og förum ítarlega í áslátt og takttegundir.
Verklegar æfingar og kennsluefni:
Í hverjum tíma er lögð áhersla á samspil og verklegar æfingar. Kennari gengur á milli nemenda, veitir endurgjöf og leiðréttir tækniatriði.
Nemendur fá jafnframt aðgang að lokuðu vefsvæði/appi þar sem kennsluefni og aukaæfingar eru aðgengilegar. Þannig er auðvelt að rifja upp efnið og æfa sig á milli tíma.
Forkröfur:
Til að fá sem mest út úr námskeiðinu þurfa nemendur að:
- Hafa lokið grunnnámskeiði hjá Gítarskólanum eða búa yfir sambærilegri getu.
- Geta stillt gítarinn.
- Kunna flesta eftirtaldra hljóma: Em, Am, C, G, D, E, F, A, Dm, B7, C7, A7, Am7, E7, G7.
Um kennarann:

Leiðbeinandi er Bent Marinósson en hann hefur yfir 20 ára reynslu af gítarkennslu. Honum er mikið í mun að nemendur nái tökum á efninu í hvetjandi og skemmtilegu umhverfi.
Hvað segja nemendur ?
„Rökrétt framhald af grunnnámskeiðinu. Frábært námskeið. Mæli algjörlega með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja læra meira eftir grunnnámskeiðið.“
„Kennari með mikla þekkingu og gat svarað öllum spurningum, hópurinn var skemmtilegur og manni hlakkaði alltaf til að koma!“
„Skemmtilegt og frábært að hafa kennara sem er mjög fær.“
„Æðislega skemmtilegt og fræðandi, hefði fengið miklu meira útúr því ef ég hefði verið duglegri að æfa mig, en það kemur vonandi 🙂 myndi allan daginn mæla með þessu“
„Alltaf gaman að mæta og taka þátt. Kennarinn alltaf tilbúinn að hjálpa og einfalda námsefnið. Kennarinn sá alltaf einhver tækifæri þó svo mér gengi ekki sérlega vel með t.d. gripin og það gaf mér endalaust von og mér fannst ég æðislega efnileg í tímunum. Ég vona að þessi námskeið verði endalaust í boði. Þetta námskeið kveikti svo sannarlega aftur áhuga á gítarnum. Takk fyrir mig Bent þú ert svo frábær .“
„Mér fannst námskeiðið vel rammað inn og vel haldið utanum æfingarnar. Mjög hvetjandi kennari og alltaf lausnir til staðar hjá honum. Ég hlakkaði til að mæta í hvern einasta tíma. Námsefnið var vel sett saman og alltaf greið leið að nálgast það. Oftar en ekki var komið með fullt af gagnlegum upplýsingum og þær lagðar fyrir okkur. Við þurftum svo bara að æfa dásamleg lög. Kennarinn bauð upp á viðtalstíma á netinu ef við þyrftum á að halda . Svo einstaklega lausnamiðaður kennari .Það var allt gert til að við myndum njóta að spila á hljóðfærið og öðlast meiri færni og getu. Þetta var frábært í alla staði. Eftir að ég lauk þessu námskeiði þá tek ég gítarinn og leik mér og nýt þess að töfra fram fallega hljóma sem ég gerði ekki áður. Takk hjartanlega fyrir mig.“
Hvar og hvenær?
Námskeiðið fer fram í húsakynnum Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
Fim. 15. janúar | 18:30 – 20:30
Fim. 22. janúar | 18:30 – 20:30
Fim. 29. janúar | 18:30 – 20:30
Fim. 5. febrúar | 18:30 – 20:30
Lágmark: 5 manns | Hámark: 14 manns
Muna að kanna niðurgreiðslurétt hjá stéttarfélögum.

